Þetta er mjög skrítið vandamál. Svo virðist að efni sem er importað er í góðu lagi framan af, en þegar það er komið niður á Timeline-ið (í Premier) og/eða er exportað þá koma fram “dropped frames”. Það þýðir að t.d. 100 hver rammi dettur út svo myndefnið lítur út sem það hökti. Mjög leiðinlegt að horfa á það!
Annað hvimleitt vandamál sem ég við að stríða er hin tíða brotlending (crash) forritsins þegar því færist mikið í fang. Þetta á sérstaklega við þegar farið er í titla og þeir vistaðir, breytt o.s.frv. Maður er sífellt á save hnappinum en gleymir sér stundum :( Samt er ég á prima tölvu (2.66 ghz og 512 RAM)
Er e-r þjáningarbróðir þarna úti?