Ég lenti í mjög svekkjandi atviki um daginn! Ég var búinn að hlaða inn efni í Premier, klippa það til (effects, titlar ofl.) smellti inn á að nokkrum lögum og exportaði. Allt í lagi. Næst þegar ég ætla að fara í klippið og betrumbæta það aðeins eftir að vera búinn að horfa á það í stórum skjá, þá kemst ég að því mér til skelfingar að….það er ekkert eftir að klippinu! Heildartími þess er 0sek. Allt klippið (projectið) farið! Mig langar að vita hvort e-r aðrir hafa lent í svipuðum hremmingum. Kannski kemur þetta vegna þess að Premierinn er pirate vers. ég veit það ekki! En það er greinileg ekki hægt að flytja tónlist inn. Það var sökudólgurinn… sem er mjög fúlt!