Sælir Kvikmyndagerðarmenn og aðrir áhugamenn.
Ég er alveg nýr hér um slóðir og ég hef rekið augun í margar athyglisverðar greinar og mig svona rétt langaði að segja aðeins frá því sem ég er að gera: Nú fyrst af öllu er ég að gera heimildarmynd í fullri lengd og er bara mjög gaman, þar sem ég kem til með að sjá um allan prósesinn sjálfur og áætla að koma henni frá mér í lok árs. Svo er ég að þróa með vini mínum handrit í fullri lengd en hann hefur gert með mér margar stuttmyndir áður undir framleiðslunafninu Toppfilm…Myndir eins og „Sköpun“, „Sveinn plága“(að okkar mati sú besta), „Tæpur á geði“, „Hinn fullkomni stjórnandi“, „Peppsvepp“(verðlaunamynd) og „Bráðnun“. Ef einhver hefur áhuga á að vita meira sendið mér endilega eitthvað sniðugt.