Þegar ég sá greinina hérna á kvikmyndagerð um Bestu myndirnar datt mér þetta í hug. Hvað er lélegasta mynd sem þið hafið séð? (að því gefnu að þið hafið gert mynd, og horfi þar af leiðandi á myndina með öðru sjónarhorni).

Ég hef ekki séð margar virkilega lélegar myndir, þá er ég að tala um lélegan leik, tæknibrellur, lysingu o.s.frv. en margar myndir hafa þó hadar eða flottar tæknibrellur þrátt fyrir lélegan leik/handrit. Ég verð samt að sega Amason women from mars, held ég að hún heiti. Þetta er svona Grease 3 sem á að gerast á 90 áratugnum. Í henni leikur meðal annars Jim Carrey en hann leikur e-a geimveru í henni. Ég er ekki viss frá hvaða ári hún er. Ég treysti mér til að kalla þessa mynd hræðilega.

Hverjar eru s.s. algjörar andstæður myndana æi hinni greininni hjá ykkur? Það er þá versta handritið, versta myndartakan, klippingin, lýsingin, hljóðsetningin o.s.frv.