Sælir verið þið

Loksins er komið áhugarmál sem er var í og þeir sem nöldruðu mest í vefstjóranum um þetta fá þakkir frá mér… :)

En mig langar að athuga hér áhugan á kvikmyndagerðaskólum sem menn eru að spá í. Ég er sjálfur rosalega heitur fyrir því að fara í Full Sail, Flórída (www.fullsail.com) en eina sem er hindra mig er að hann svakalega dýr. Mig minnir að skólagjöldinn er kominn upp á 3 milljón fyrir 14 mánaðar samfleitt nám og það er hægt að byrja í skólanum á mánaðarfresti. Og LÍN lánar ekki fyrir skólagjöldunum, bara uppihaldskostnaði. Og þegar þú útskrifast frá honum færðu “Associate Science” held ég það heiti sem ég hef ekki hugmynd hvað það stendur fyrir.

Þannig núna er ég að spá í að reyna finna mér einhver skóla í Bretlandi sem ég hef áhuga að fara. En ég hef ekki hitt á hann ennþá og þeir eru nokkrir þar.

Það sem ég ætla mér að einblína að semsagt tæknilega hliðinn í kvikmyndagerð, semsagt kvikmyndun, hljóðvinnsla, klipping og álíka hluti. Handritsgerð er ekki mín sterkasta hlið :)

Ef einhver hefur kíkt á þessa skóla þá mundi ég þiggja allar ábendingar á skólum.

Kveðja
Wolfman