Kæru Spielbergar og Kubrickar

Ég fékk sony-kameru í fermingargjöf í mars 2002 og er alltaf að nota hana.Ég og vinur minn höfum stofnað ehf sem heitir Í & A Entertainment.(Kannski frekar ófrumlegt nafn).Fyrsta myndin hér Naggarnir við gerðum hana 3 dögum eftir að ég fékk kameruna.Þar var kameran ein af aðalpersónunum því það voru bara tveir leikarar og einn varð að vera með kameruna.Hún fjallaði um Naggana sem voru á eftir okkur(Naggarnir eru sko svona glæpasamtök).Þetta var mynd með EKKI NEITT handrit og þeir voru á eftir hringnum hans Ívars(aðalpersónan) og það sagði ég bara í atriðinu og myndin byrjar að snúast um það,líka með að gengið heitir Naggarnir Ívar sagði það í byrjunaratriðinu og þá hét myndin bara það.Við hittum svo fullt af náungum í myndinni og það snúðist allt um er þetta Naggur og svo var ég að fatta að hægt væri að gera photo með kamerunni sem frýs alveg myndina og enda öll atriði á einni photo. Svo endar myndin að ég og Ívar hittum foringja Naggana á bakvið matvöruverslun.Þá ætlaði Ívar að skjóta hann svo miðaði hann byssunni að kamerunni (mér) og svo kom þvílík sinfónía á meðan hann og foringinn (Johnny 2times) drápu mig svo endaði myndin á fleygu orðunum “Nú mun ég deyja, lífið mitt er búið……AAGGHH” svo gerðum við Making og Naggarnir sem tottaði apa en var mjög fyndið fyrir hvað það var lélegt.En núna þegar ég horfi á myndina þá hugsa ég bara “tsssss þetta mátti gera betur” en hún er ennþá fyndin eins og ein setning var “Hvernig veistu að þetta eru Naggarnir ” þá svaraði hann “Þeir eru allir með tattú á hægri öxl” en þeir voru allir í peysum. Þetta er eitt af mörgum fyndnu mistökum sem eru í henni. En samt góð mynd.Núna erum við að gera remake á Nöggununum og ætlum að slípa þetta til og ekki láta kameruna vera karekter og svona.

Allavega það var örugglega enginn sem las þetta allt en þannig var myndin um Naggana.