Celtx - Handritagerðarforrit Hvað er celtx?
Celtix er handritagerðarforrit í flokki free source forrita (fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá þýðir það að það sé frítt!).

Um Celtx
Greyfirst Corporation ákvað búa til frían hugbúnað, hannaðan til að búa til verkefni eins og handrit fyrir kvikmyndir, myndbönd, leikrit, hljóðupptökur, heimildarmyndir, drög fyrir teiknimyndasögur, leiki, útvarpsþætti og útvarpsleikrit.

Celtx er skammstöfun fyrir Crew (áhöfn), Equipment (tækjabúnaður) , Location (staðsetning), Talent (hæfileiki) og XML. Á Íslensku Áhöfn Tækjabúnaðar Staðsettur Hæfileiki XML (ÁTSHX).

Hvernig virkar Celtx?
Celtx er einfalt handritsgerðarforrit sem virkar mest með því að skrifa og nota tab-lykilinn til þess að skipta í aðra tegund (þ.e.a.s. það er viss uppstilling á því sem maður segir, gerir). Í boði er að vista verkefnið sem PDF-skjal.
Forritið býður upp á alla möguleika sem maður þarf og er sambærileg öðrum forritum.

Hver fæ ég Celtx
Þú ferð einfaldlega bara á Celtx síðuna og ýtir á Download eða ýtir á tengilinn http://celtx.com/download.html

Celtx netstúdíó
Í boði er einnig þjónusta sem heitir Celtx studio sem er netstúdíó fyrir Celtx og þar geturðu deilt öllum þínum handritum og getur opnað það allstaðar þar sem það er netaðgangur.Þar geturðu spjallað við þá sem þú hefur gefið aðgang að handritinu þínu/þínum. Mánuðurinn kostar $1 fyrir hvern aðgang.

Celtx project central
Celtx vinnur stanslaust að því að reyna að auðvelda birtingu á handritum úr forritinu þeirra. Þeir hafa opnað vefinn: Project central í þeim tilgangi að geta leyft heiminum að sjá verk annarra. Þar er hægt að setja handritið, leikstjórabókina, söguþráð og forsíðu sem hægt er að setja brot eða alla myndina á og þar eru ummæli höfunda og annarra sem eru á vefnum.

Celtx kennsluhefti
Ég gerði mér að gamani kennsluhefti fyrir Celtx ætlað grunnskólanemum sem hægt er að nálgast hér en í því er farið enn betur í það hvernig á að nota Celtx.
Sviðstjóri á hugi.is