Jæja, ég gafst upp á að bíða eftir að allir þrír dómararnir sendi inn dómana sína svo að ég ákvað (og hefði átt að vera löngu búinn að því) að senda inn fyrsta dóminn

Sá fyrsti kemur frá Ragnari Bragasyni og hljómar svona:

1. sæti: Stara
Vel gerð og umsnúningur í lok sögunnar ágætur. Leikur, taka, klipping vel gert.

2. sæti: Votur Vilhjálmur
Hressandi tökur og klipping, ágætlega sviðsettar slagsmálasenur og húmor góður, þó punchline hafi verið frekar ódýrt. Dró aðeins úr ánægjunni að maður trúir ekki alveg aðstæðunum og persónunum. James Bond klisjur og leikarar ekki trúverðugir sem slíkar.

3.Sæti: Hvað nú?
Eins og augnablik úr zombiemynd. Kom aldrei á óvart en vakti smá óhug. Leikur ekki sérlega góður en góð tilraun.

4.Sæti: Úps
Sviðsetning á brandara eða orðaleikagríni sem virkaði í eitt augnablik en hefði getað verið helmingi styttri.
Sleepless In Reykjavik