Sælt veri fólkið,
Verkefnið Hundrað felst í samvinnu hundrað myndatökumanna sem festa tiltekinn atburð á mynd, í þessu tilfelli tónleika á Menningarnótt í Reykjavík, frá hundrað sjónarhornum. Öllum er velkomið að taka þátt í verkefninu, allt frá vistfólki á Grund til barna á Njálsborg. Ef þú átt MiniDV myndbandstökuvél en kemst ekki, skaltu lána barninu þínu eða pabba gamla hana og senda þau í staðinn.

Reynt verður að halda stutt námskeið í kvikmyndatöku fyrir atburðinn þar sem Herbert Sveinbjörnsson og Ísak Jónsson kvikmyndagerðarmenn ætla að ausa úr skálum visku sinnar eftir bestu getu. Þar verður farið yfir helstu atriði myndatöku en svo er það alfarið í ykkar höndum hvort þið farið eftir þeim leiðbeiningum.

Eftir tónleikanna verður spólunum safnað saman og klippt verður 55 til 60 mín. kvikmynd úr efninu. Myndin verður svo frumsýnd með pomp og pragt og verður þér ásamt þínum nánustu boðið. Svo er ætlunin að senda myndina á kvikmyndahátíðir um víða veröld, líka á heimildarmyndahátíðina Skjaldborg á Patreksfirði, sýna hana á menningarnótt árið 2009 og að lokum verður hún sett á netið með hvatningarorðum til fólks í öðrum löndum um að endurtaka leikinn í sínu landi og setja á síðuna okkar.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram á
www.projecthundred.com
“What is hell, if you cannot dream of heaven?” -Sandman