Þetta er stuttmynd sem við félagarnir gerðum fyrir síðustu Stuttmyndadaga í Reykjavík. Ég ætlaði alltaf að setja hana inn í betri gæðum en hef ekki haft tíma og sé ekki fram á að ég hafi hann á næstunni svo ég skelli þessu bara inn svona. Myndin er í tveimur hlutum (10 mín reglan á youtube), en ég linka bara á þann fyrri því sá síðari á að vera eina vídeóið í related videos hvort eð er.

Þótt gæðin séu ekki merkileg eins og áður sagði má samt taka fram að myndin er tekin upp á Sony VX-1000e og klippt í Ulead Videostudio 10+.

Þess má að lokum geta að á sömu channel (StrikingNews) er myndin Brokeback Mountain in Iceland, sem við gerum líka, en ég er mjög ánægður með hvað hún hefur fengið mörg Views eða yfir 9500. Gæti reyndar haft eitthvað með b2.is að gera :-P

http://www.youtube.com/watch?v=1vJ9sKf6sOs