WaveTv Nú er að byrja glæný netsjóvarpsstöð eftir nokkrar vikur.
Það sem er mest töff við þessa stöð er það að hún er gerð til að sýna efni frá öllum sem hafa áhuga á að gera og sýna sitt efni. Þegar að hinar stöðvanar eru að kaupa rándýrt efni og allir þættir kosta rosalegar upphæðir í framleiðslu þá er þessi stöð bara að fara að sýna innlemt efni sem þarf varla að kosta neitt í framleiðslu. Eina sem að þarf er góða hugmynd, cameru og klippiforrit (t.d. fylgir windows movie maker með öllum tölvum). Þetta þarf ekki að vera flóknara en það.
En skoðið bara www.wavetv.is og þar ætti að standa eitthvað aðeins meira um þetta. Vonandi vekur þetta einhvern áhuga hjá ykkur.