Að koma efninu þínu á netið Þessi grein er í raun bara útskýring á því hvaða leiðir eru í boði til að koma stuttmyndum og öðrum efni tengdu kvikmyndagerð hingað á þetta áhugamál.

1.
Nú nýlega var vefstjóri að byrja að leyfa það að hafa YouTube og Google Video í greinum, þannig að þar er komin ein leið til að koma efninu til skila. En ef það á að notast við þessa leið þá þarf að skrifa stutta eða langa grein með lýsingu á söguþræði ásamt helstu upplýsingar um gerð myndbandsins.

Helstu upplýsingar um framleiðslu myndbands gætu t.d. verið:
Myndavél sem notuð var
Lýsing. já eða nei
Fjöldi fólks sem kom að gerð myndarinnar
Klipping var kláruð á XX dögum á XX forriti
Og allt annað sem ykkur gæti dottið í hug.

2.
Svo er mögulegt að fara á þessa slóð: http://212.30.203.209/thumbnail.ghp?vfolder=/Video/Stuttmyndir og smella þar á takkann sem heitir “upphala” Gætir þurft að bíða núna í svoldinn tíma(fer eftir stærð skjalsins) sýndu bara þolimæði. Síðan þegar því er lokið smellirðu með hægri músarhnappinum á skjalið og velur “copy link location” eða álíka og sendir mér það svo í maili(pottlok@upphal.net) Síðan færi ég myndina yfir á háhraða netþjóninn hjá Huga.is og sendi myndina inná stuttmynda listann á /kvikmyndagerd


3.
Vista hana á geisladisk í þeirri stærð og gæðum sem hún á að vera í þegar hún er komin á netið og senda á:

Síminn - Vefdeild / Hugi - Ármúla 25 - 150 Rvk.

Síðan sé ég um afganginn. En þessi leið gæti þó tekið mun lengri tíma en allar hinar.


Ég vona að þetta hafi komið að gagni og allir fari núna að senda inn efni :)
Kv. Pottlok