Stríðið í himnaríki



1. Sena. Í Edengarðinum, bjartur dagur :

Stórt fallegt eplatré stendur í fallegri náttúru
í Edengarðinum. Eva situr þar rétt við á stórum stein.
Slanga kemur skríðandi niður úr trénu og hvíslar að Evu.

Slanga: ,,Spsst, Eva, ég var að smakka
eitt af eplunum hérna í trénu, langar þig ekki til að smakka líka eitt af þeim?”

Eva: ,,Nei takk, ég held að Adam verði ekki hrifinn af því, hann segir að Guð banni það.”


Slanga:,, Hvað helduru að Guð geri? Spsst, ekki ættlar þú að láta þá Adam og Guð ráða yfir þér, spsst, vertu nú smá sjálfstæð og fáðu þér smá epli, það skaðar ekki, mmm þau eru svo gómsæt, spsst.”

Eva: ,,Já þau líta mjög girnilega út.”


Eva girnist eplin og tínir eitt úr trénu.

Rödd Guðs:

,,Hver hefur tínt epli af trénu mínu!”


Myrkur skellur á og Adam og Eva verða hrædd og kalt og skammast sín fyrir nekt sína og reyna hylja sig og fela. Þau fara að kenna hvort öðru um og afsaka sig fyrir Guði.



2. Sena. Í blómagarði, hljótt kvöld:

Guð stendur í blómaskrýddum garði og horfir til stjarnanna. Hann hugsar til þegar Eva og Adam sviku hann, hversu mikið honum sárnaði.
Lúsífer kemur fljúgandi til Guðs og lendir rétt hjá honum.

Lúsífer: ,,Guð ég vill fá æðri tign, ég vill vera yfir englahernum.”

Guð: ,,Lúsífer, hví kallarðu mig ekki föður eins og hinir englanir, ég hef áður sagt þér það að ég skapaði þig ekki til að vera yfir englahernum.”

Lúsífer: ,,Þú hættir að vera faðir minn fyrir löngu, allt hefur orðið ljóst fyrir mér, jafnvel fólkið, þú elskar það meira en mig. Ég er orðinn þreyttur á þessu. Ég er orðinn þreyttur á þér.
Ég skal verða hæstur, ég skal verða hæstur allra þeirra, ég mun verða hœrri en þú og þú munt fara niður. Ég mun ráða yfir öllu, bæði himnaríki og jörðu”

Lúsífer fer á stjá.

Margir erkienglar eru stöðugt í nánd við Guð.
Mikael yfirerkiengill kemur fljúgandi til Guðs stuttu eftir þetta samtal.

Guð: ,,Mikael, búðu undir stríð, Lúsífer hefur snúist gegn okkur.”

Mikael: ,,Já faðir, ég heyrði það.”

Mikael flýgur í burtu. Guð snýr sér aftur að stjörnunum og andvarpar hryggur í bragðið.


3. Sena. Í himnaríki, dimm Nótt:

Lúsífer ræðst inn í himnaríki með stórann dreka sem spúar eldi og eyðileggur allt.
Mikael snýr sér að hinum englunum 14 sem eru reiðubúnir fyrir stríðið.

Mikael: ,,Lúsífer hefur verið í okkar liði en hefur snúist gegn okkur og fær hann að iðrast þessa. Takið drekann niður ég fer á eftir Lúsífer.”

Englarnir draga upp vopn sín. Ariel erkiengill beinir þremur ljónum sínum að ráðast á drekann, en drekinn brennir tvö þeirra svo þau særðust.
Englarnir draga upp vopn sín og fara til atlögu.

Mikael mætir Lúsífer og skilmast þeir með öflug sverð sín. Lúsífer nær taki í Mikael og beinir sverði sínu að hálsi Mikaels.
Nú hlær Lúsífer illgjörnum hlátri.

Lúsífer: ,,Nú getur þú kvatt þann sem þú kallar föður og skaltu krjúpa niður fyrir framan mig.”

Mikael: ,,Aldrei! Öfundsýki og sjálfselska þín hefur gert þig illann.”

Lúsífer: ,,Guð er illur, hann hefur svikið mig. Hann elskar engan nema manninn sem sveik hann. Sjáðu jafnvel hvernig hann fór með hann. ”

Mikael: ,,Þau höfðu frjálst val…. “

Lúsífer: ,,Já, Eva valdi að hlusta á mig, þess vegna ætti ég að vera Guð! Guð átti það skilið að vera svikinn af mönnunum.”

Mikael: ,,Ertu að segja að þú blektir þau með orðum þínum?”


Lúsífer: ,,Mikið rétt lagsmaður, það er mitt litla leyndarmál, en þú getur ekkert gert í því núna.”


Lúsífer hlær. Mikael fyllist reiði og teigir sig í sverð sitt og slær Lúsífer burt frá sér og sverðið hrekkur um leið úr höndum Lúsifers.
Mikael nær taki í Lúsífer og heggur vængi hans af.
Lúsífer öskrar af sársauka og kraup niður.

Drekinn stóri féll niður af sárum eftir sverðstungur englanna.
Gabríel erkiengill mæðra var særð eftir bruna drekans. Þá kom Raphael erkiengill heilara og lét sár hennar gróa.

Lúsífer: ,,Raphael! Sjáðu hvað Mikael gerði, viltu ekki hjálpa mér?”

Raphael horfir aðeins með reiði í augunum á hann.


Mikael: ,,Enginn fær að hjálpa honum. Metatron engill skilaboðanna farðu til Guðs og segðu honum að stríðinu sé lokið.”
Metatron flýgur af stað.

Mikael: ,,Azrael, svæfðu Lúsífer og Drekann.”

Azrael engill dauðans og svefnsins, svæfir þau með einni snertingu.

Chamuel erkiengill mátts og verndar, einnig yfir englahernum, tekur upp sverð Lúsífers og rennir því í slíðri.

Chamuel: ,,Lúsífer og drekinn hans skulu vera sendir í burt frá himnum og enginn má velkomna hann aftur. Lúsífer hefur verið okkur ótrúr og skal honum refsað. Hef ég litla trú á því að hann verði sá sami eftir þetta.“

4. Sena. á jörðu, kaldur dimmur morgun:

Lúsífer vaknar á þurru og grýttu landi.


Rödd Guðs:

,,Hvernig þú hefur fallið frá himnum. Ó Lúsífer, sonur, sonur morgunsins! Hvernig þér er kastað niður á jörðina. Þú sem hefur veikt þjóðina! Því þú hefur sagt í þínu hjarta: ,,Ég vil ráða fyrir ofan hæstu ský, ég mun verða eins og alvaldið.” Þú munt verða færður niður í Sheol, í dýpi hinna dýpstu djúpa.”

Lúsífer horfir til himins. Hann horfir á sína eigin stjörnu á himnum hrapa.
Húð hans var að grána og fölna og vængir hans ónýtir. Hann var að breytast úr fallegum engli í ljóta skepnu.

…………………..

Þetta er stuttmyndahandrit sem er í sirka 5 mín.
Ég vildi endilega fá comment , sjá hvað ykkur finnst um það
:D