-SIR Gunnar B.
(Sleepless In Reykjavík)

Sagan á bakvið:
Það er orðið svo langt síðan ég hef gert grein að ég ákvað að skrifa þessa hérna…
var líka búinn að lofa henni þegar ég gerði Conference of rats greinina svo hear goes:

Þetta byrjaði allt saman á því að ég fékk póst frá strákunum í lokbrá um að hittast og ræða möguleikann á því að gera
tónlistar vídeó við næsta single þeirra sem þeir voru að setja í loftið.

Svo ég fór uppí árbæ á fund til þeirra í lítið herbergi í kjallara nokkrum og
við byrjum að ræða málin, hriðju verkin í London voru ný afstaðin og það kom aðeins inní
umræðuna fyrir myndbandið, hafði meðal annars áhrif á hvar við ákváðum að skjóta myndbandið.


á sama tíma var verið að rífa Vogaskóla (gamla barnaskólann minn) og við ákváðum að tékka hvort við
gætum fengið að taka upp í rústunum af honum, sem kom í ljós að var ekkert vandamál svo lengi sem við
gerðum það um nótt og myndum ekki fikta í neinum græjum og drasli sem var þarna, rafmagn gatum við fengið
úr skúr þarna á svæðinu með framlengingar snúru.

þegar við komum svo í rústirnar var ekkert eftir af skólanum nema rétt svo helmingurinn af gamla salnum sem
notaður var til að sýna leikrit á sviðinu og eithvað þessháttar…Við stylltum upp draslinu þar sem sviðið var
og ákváðum að snerta ekkert af vírunum og draslinu sem hékk niður úr loftinu eða lá á gólfinu til að leyfa þessu að
looka soldið niður rifið og töff.


Við hringdum svo í lögguna og létum vita af okkur ef það skildi verða kvartað undan okkur og látunum þar sem Vogaskóli
stendur í miðju íbúðarhverfi, ekkert mál sögðu þær þrátt fyrir að það var miðvikudagur og ekkert endilega allir í suamrfríi
en allavega byrjum við að skjóta klukkan 01 og klárum ekki fyrr en um 06 leytið.

Svo var eithvað sem vantaði, einhverja sögu…og fannst Lokbrá strákunum mikilvægt að þeir yrðu drepnir í vídeóinu, svo að
Við fórum í að undirbúa það, ég var á leiðinni til london í viku og strákarnir að æfa undir tónleika svo að okkur fannst mikilvægt
að ná myndefninu sem fyrst, svo að ég gæti komið heim og farið beint að klippa áður en ég byrjaði að vinna aftur í heymildarmynd
sem ég var að vinna við að skjóta um sumarið.

Sigrún og Gísli hvanndal léku svo fyrir okkur einhverskonar SS foringja og aftökugellu því að sjálfsögðu varð gella að vera í myndbandinu
og við skutum þeirra atriði í her rústunum uppi í öskjuhlíð…keyptum nokkra lítra af kindablóði og vatnsblöðrur, fylltum nokkrar og notuðum
gamlan kveikjara sem er svona magnum byssa í laginu og hefur aldrei virkað frá því að ég keypti hann í kolaportinu fyrir mörgum árum
svo þegar það á að skjóta Odd bassaleikara í hausinn þá kastaði óskar trommari blöðrunni í vegginn svo að hún splúndrist og blóð spreyist út um allt
(þar með á myndatökumanninnn mig líka) …og fötin mín sem ég ætlaði að fara í til london 3 tímum seinna…en hvað leggur maður ekki á sig fyrir
fullkomna skotið…anyway óskar tók svo soldið af blóði uppí sig og lét það leka útúr munninum á sér þegar hann er drepinn…
2 secundum eftir að ég klippi sirka þá ælir maðurinn skiljanlega eftir að hafa verið með þennan óbjóð uppí sér…skotið sem sést er bara
ómerkilegt footage sem ég stal einhverstaðar en servar sínu vona ég…



Búnaður:
Broadway lánaði okkur einhverjar huge overkill reykvélar…2 meira að segja og einvher ljós…og satt að segja man ég ekki
hver lánaði okkur myndvarpann sem þeir vildu sýna myndir úr seinni heimstyrjöldinni á bakvið sig…minnir að það var eithvað
hótel…hótel saga…jæja það skiptir kanski ekki öllu máli

ég tók upp myndbandið á Sony dsr-pdx10p vél og notaði þungann bogen þrífót þess á milli sem ég hélt bara á camerunni til að fá
svona fljótandi skot

útbjá einnig gítar festingu fyrir cameruna sem ég festi svo á gítarinn og bassann…finnst mér þau skot alveg æðisleg

heimatilbúið dolly notaði ég í byrjuninni en sá fljótlega að ég þyrfti að hanna það eithvað betur fyrir næsta myndband þar sem
jafnvægispunkturinn var svakalega skrítinn þegar maður er sestur í dollyið með cameruna hehe…

og kindablóð og vatnsblöðrur auðvitað…

Eftir vinna:
myndbandið tók allt í allt 50 tíma sirka í klippingu…klippti ég í adope premiere pro…fade dótið þar sem andlitin fade-a inn í myndina
er bara mest ofnatði effect sem finnst á markaðnum en mér finnst góður þegar hann er notaður mjög sparlega heytir shine…
höggin sem koma í cameruna eru einfaldir motion keyframe-ar sem eru stilltir þannig að þeir annað hvort zoomi inn eða út á sama tíma og það er klippt
byrjunar myndefnið úr seinni heimstyrjöldinni er úr heimildarmynd um stríðið sem eins skammarlegt og það er þá man ég engan veginn
hvað hún hét


ef það eru einhverjar spurningar skal ég glaður svara þeim eins best og ég get

-SIR Gunnar B.
(Sleepless In Reykjavík)

http://notendur.centrum.is/~drastl/v%eddeo%20-%20dordingull/Gussi/Lokbr%e1/Lokbr%e1%20-%20Army%20Of%20Soundwaves%20-%20Final1Mbps_Stream001.mov
Sleepless In Reykjavik