PowerMac G5 Sæl

Ég var að fá mér G5 makka(eða reyndar svoldið síðan) og ég ætla hér að skrifa smávegins hérna um hann og forritið sem að ég nota (Final Cut pro).


Jæja ég hef verið að nota Windows allt mitt líf og kann alveg að bjarga mér í því. Ég hef þurft að læra allt á windowsið milli þess að remova spyware í að setja saman nýja tölvu allt vegna þess að ef ég hefði þurft að fara í viðgerð með tölvuna mína í hvert skipti sem að eitthvað klikkaði þá væri ég farinn á hausinn.
Þannig að ég þurfti bara að læra að bjarga mér og það gekk reyndar bara ágætlega. En samt sama hvað sem maður gerði þá átti tölvan alltaf til að crasha, frosna eða jafnvel slökkva á sér= bölvun ms windows, þetta stýrikerfi er bara hreint og beint gallað.

En nóg af illu tali um windows, nú er komið að því að ræða um makkan.
Tölvan sem að ég keypti mér er G5 dual 2ghz.
Ég er mjög ánægður með hana það tók mig aðeins um einn dag að aðlaga mig við OS X stýrikerfið og byrja að elska það.

Það er allt saman sett upp á mikið þægilegri og betri hátt. Þú ert fljótur að finna allt sem að þú ert að leita að og ert fljótur að aðlagast vel.
Turninn sjálfur er alveg jafn vel skipulagður, hægt er að opna hann með aðeins einu handtaki og þegar þú lítur inní hann skaltu vera viðbúinn að láta þér bregða því að ÞAÐ ERU EINGVIR VÍRAR þetta er frábært þegar þú ert að installa rami eða skjákorti þá er það ekkert vandamál engvir vírar bara smella því í og loka algjör snilld.

Forritið sjálft Final cut pro er líka auðvitað tær snilld (og þetta passar allt saman mjög vel saman þar sem að þetta er allt framleitt af Apple( “made by apple for apple” )

Örgjafarnir vinna mjög vel með FCP og veitir því ótrúlega real time möguleika og þegar það þarf að rendera er loadingið mjög stutt. En þetta forrit er allt sem þú þarft og meira í video klippingu enda er það mikið notað af atvinnumönnum í íslensku sjónvarpi og um allan heim.

Grein sem að ég skrifaði um forritið:
http://hugi.is/kvikmyndagerd/articles.php?page=view&contentId=1813008 en það er samt komin ný útgáfa af forritinu núna.


En auðvitað þá er makkinn ekki fullkominn hann hefur sína galla:

Ekki hægt að programma hann jafnmikið(sorry hakkarar)
Eru ekki til jafnmikið af forritum og leikjum fyrir makka(en samt eru nú flest allir nýjir almennilegir leikir sem koma í makka og flest öll pro forrit koma líka á makka)
Getur aðeins notað tvö innbygða harðardiska(En þá er auðvitað hægt að nota bara FW utanáliggjandi diska)
o.f.l.

En þeir eru samt alveg pottþétt fleiri í windows fyrir okkur kvikmyndagerða menn.

Mín final skoðun á þessari tölvu: Hún er snilld og G5 tölvunar eru alveg örugglega einn besti kosturinn þegar kemur að því að kaupa klippitölvu.Fyrirgefið stafsetninga villur en leiðréttið endilega allt annað
Takk fyrir, ég vona að þessi grein hafi komið að gagni.
Kv. Pottlok