“Þetta er í svona Dogma-stíl” er orðin algeng afsökun lélegra kvikmyndagerðarmanna þega þeir eru spurðir hvers vegna myndirnar séu ljótar og hljóðið ónýtt.

Hræðileg misnotkun á sniðugri stefnu eða hugmynd eða “frelsun” í kvikmyndagerð. Til þess að gera alvöru Dogma mynd þarf að fylgja mjög ströngum og jafnvel fáránlegum reglum, raunverulega að strengja heit að fara eftir því, og einn af höfundum stefnunnar, Lars von Trier er ekki einu sinni viss um að búið sé að framleyða 100% Dogma mynd enn þá, alltaf er svindlað á einhverju, bara mismunandi hve mikið hefur verið svindlað.

Ég tel hér upp reglurnar 10, lausþýddar á Íslensku, leyfi svo þeim sem vilja ræða merkingu þeirra og annað í sambandi við dogma.

Eina sem ég vildi sjá hjá þeim sem lesa þennan texta, er að þeir munu aldrei nota hugtakið Dogma til að afsaka verkin sín, það taka allir helling af slöku efni, þarf ekkert að skammast sín :)

1. Myndatakan verður að vera “on location”. Props og set má ekki færa á staðinn. Ef ákveðinn hlutur er nauðsynlegur fyrir söguna þá verður tökustaður að vera valinn þar sem viðkomandi hlut er að finna.

2. Hljóðið má aldrei framleyða annars staðar en myndirnar og öfugt. (Tónlist má ekki nota nema hún sé á staðnum þegar verið er að taka atriðið).

3. Halda þarf á myndavélinni í höndunum. Öll hreyfing og óstöðugleiki handarinnar er leyfður. Myndin má ekki fara fram þar sem myndavélinni er stillt upp, myndatakan verður að vera þar sem myndin fer fram (óljóst? Erfitt að íslenska, vona að skiljist)

4. Myndin verður að vera í lit. Sérstök lýsing er ekki leyfð. Ef of lítið ljós er á staðnum verður að hætta tökum eða notað eitt ljós sem fest er við myndavélina.

5. Fikt við ljósop og filtera er bönnuð

6. Myndin má ekki vera yfirborðsleg (morð, vopn og slíkt mega ekki sjást)

7. Tíma- og landfræðileg tenging er bönnuð (Bannað er að segja að myndin eigi sér stað hér og nú)

8. “Genre movies” eru ekki leyfðar, ég er í vandræðum með þýðingu á þessum lið, aðstoð óskast… en eins og ég skil þetta þá má myndin ekki vera svo “formúlu-mynd”

9. Format myndarinnar verður að vera Academy 35 mm.
10. Leikstjórinn má ekki fá credit fyrir myndina.

Þær Dogma myndir sem fyrstar koma upp í hugann er Idioterne og Festen eftir Lars von Trier, Mifunes Sidste Sang eftir Søren Kragh-Jacobsen og The King Is Alive eftir Kristian Levring, en þetta eru fyrstu 4 Dogma myndirnar.

Hvað finnst fólki um Dogma og ætlar einhver að sverja eiðinn dýra "Vow of Chastity" og reyna að gera mynd?

massi

Massi