Ég hef verið að komast að því hve auðvelt það virðist vera að fá styrki til kvikmyndagerðar og varð að segja aðeins frá því…

Ég talaði á sínum tíma við hitt húsið um hve sniðugt það væri að setja á fót net-sjónvarpstöð í hinu húsinu…hægt væri að efla fólk til að koma og gera þætti og læra klippa og sýna sín verk…tala við kvikmynaklúbba skólana og fá að sýna þau verk sem þeir eru að gera…nú svo eru alltaf litlu hljómsveitirnar sem eru að gera þessi litlu myndbönd til að reyna láta fólk taka eftir sér…og svo framvegis og svo framvegis…

alla vega ári seinna þá er þessi styrkur kominn í hús…miljón kall takk fyrir góðann daginn…sem fer í tækjakaup og þessháttar…til stendur að kaupa 2 xm2 vélar og 2 klippi tölvur…aðra mac og hina pc…og helling af græjum…

netsjónvarpstöðin verður svo prufu keyrð í sumar á skapandi sumarstarfa batterý hins hússins skilst mér…og svo verður ráðist í einhverja dagskrágerð fyrir haustið…og 2 beinar útsendingar í viku…frá tónleikum og þessháttar sem er vikulega í hinu húsinu…

um að gera að fylgjast með og vera með þegar þetta fer af stað…ég mun pósta aftur og betur um þetta seinna…styrkurinn er kominn en þau þykjast vera að fara betur yfir innkaupalistann áður en það verður ráðist í þetta…

svo er annað…félagi minn er í hjólastól…og hann er staðráðinn í að verða fyrsti íslenski maðurinn í hjólastól uppá esjuna og í rafting og í fallhlífastökk…og köfun og eithvað fleyra…við töluðum aftur við hitthúsið um hjálp við að sækja um styrk..og þau gáfu okkur nokkra punkta sem leggjast vel í svona möppudýra lið sem samþykkir svona styrki…og viti menn…fengum 800þúsund kall..og vorum búnir að safna sjálfir 110þúsund…þannig að af þessu verður heldur betur…

ég er náttúrulega í skýjunum yfir þessu öllu og bara stein hissa hve auðvelt það var að fá þessa styrki…og hve stórir þeir voru

hvernig er það ? er fólk eithvað að sækja um styrki ? hafiði fengið einhverja styrki ?
Sleepless In Reykjavik