The Silence of the Lambs er án efa sú mynd sem markaði djúp spor sín fyrir öðrum myndum sem komu í kjölfarið, eins og Seven, The Bone Collector, Kiss the girls, Ressuruction ofl. Leikstjórinn Jonathan Demme var fengin til að leikstýra myndinni, en þá hafði hann bara gert grínmyndir og var það talin nokkur áhætta að ráða hann sem leikstjóra. En sú áhætta skilaði sér margfalt til baka.

Jack Nicholson, Robert Duval og Gene Hackman voru nöfnin sem komu upp til að fara með aðalhlutverkið, en Jonathan Demme hafði séð mynd árið 1981 sem hét The Elephant Man, með John Hurt í aðalhlutverki. Við munum öll hve einlægur leikur Hurt var sem hin hugljúfi John Merrick. Það var lítt þekktur leikari þá sem lék hinn manngóða lækni hans Merrick, sem náði athygli leikstjórans. Demme sá fyrir sér Lecter sem mannlegann og afburðar snjallan sálfræðing, sem var læstur í geðveikum huga…


Myndin er um ungan og metnaðarfullann nema hjá FBI Clarice Starling (Jodie Foster) sem vill ná frama í sérrannsóknardeild hjá FBI, sem sérhæfir sig í að hafa hendur í hári fjöldamorðingja. Jack Crawford (Scott Glenn) yfirmaður atferlisrannskóknardeildar í Quantico, Behavior Sience Unit, er búinn að sauma saman spurningarlista sem á að auðvelda lögregluyfirvöldum að handsama þessa ógurlegu fjöldamorðingja. Crawford ákveður að leita til Clarice til að leggja listann fyrir þann eina sem neitar að vinna með FBI. Hannibal The Cannibal Lecter (Anthony Hopkins) er sá sem þeir vilja fá svör frá, og hann er hrein ráðgáta fyrir öllum sérfræðingum og engin virðist geta náð til hans á neinn máta. Clarice á að leggja þennan spurningalista fyrir hann og um leið að meta það, hvort hægt er að fá hann til að gefa einhverjar vísbendingar um hin hrottalegu fjöldamorð. Buffallo Bill heitir ómennið sem fláir kvenfólk og engin veit af hverju. Það eina er að Clarice má ekki láta Lecter vita neitt persónulegt um sig, því það seinasta það sem allir vilja, er að fá Lecter til að hugsa um sig. Sambandið sem myndast á milli þeirra er það magnaðasta sem ég hef séð og er þungamiðjan í þessari mynd. Clarice brotnar saman undir djúpri sálgreiningu hjá Lecter, en reynir eftir fremsta megni að sýna honum það ekki. Hún ákveður svo á endanum að opna dyrnar inn í hugarheim sinn sem gæti verið hennar verstu mistök. En hættir á það til að fá upplýsingar frá Lecter um fjöldamorðin. Quid pro quo. Yes or No Clarice…

Fimm óskarsverðlaun er það eina sem ég get sagt. Myndatakan er þannig að þér finnst þú vera einn af leikurunum í myndini. þegar Lecter er að ræða við Clarice þá horfir hann alltaf beint í myndavélina, og áður en þú veist af ertu ósjálfrátt farinn að síga ofan í sætið, þú verður heltekinn af spennunni. Jonathan Demme vildi ekki leikstýra þessari mynd til að byrja með en þegar hann loksins las bókina var ekki aftur snúið og hann sagði, það er draumur allra leikstjóra að geta einu sinni á ferlinum gert bíómynd sem hræðir líftóruna úr áhorfendum.

Jonathan Demme tekst það snilldarlega hér. Myndin fær 4 stjörnur af 4 mögulegum hjá mér, með kveðju, Lecter :D