Jæja, það er komin stuttmynd eftir mig og fleiri á internetið. Hún er ekki á síðunni sjálfri heldur er þetta linkur. Hún er frekar stór eða um 80mb en auðvitað á íslensku downloadi. Endilega horfiði á myndina áður en þið lesið meira, hér er hægt að finna hana

Staðreyndir:

- Arnar er með rautt hár, Siggi er með derhúfu og Óskar er hinn gaurinn með gleraugu
- Myndin var tekin upp á 5 klst, 20 mín af efni. Sem er ekkert merkilegt í rauninni
- Tekin upp í febrúar 2004
- Það er ekki stigið ofan á svínið í byrjun. Margir halda að það séu mistök að svínið komi handan við fótinn. Við ættum nú að hafa þekkinguna að laga svoleiðis lagað
- 7 mismunandi lög eru í myndinni: Bomfunk Mc's - Freestyler, Matrix Reloaded - Chateau, Zamfir - The Lonely Shepherd, Guns n' Roses - Mr. Brownstone, Elton John Circle of Life, Hampton the Hamster - Hampster Dance, Kane - Out of the Fire
- Myndavélin fraus 2x við tökur og batteríin kláruðust 8x. Enda er myndavélin og batteríin í tómu tjóni
- Öll vopnin eru fake, sko
- Svínið er keypt í Tiger, Smáralind
- Ekkert handrit var gert að myndinni, aðeins punktar
- Hið mjög erótíska atriði í myndbandinu meinaði okkur nærrumþví aðgang í keppnina, sem við síðan sigruðum
- Klippt í pinnacle studio 8
- Boom, Kaboom!
- Charie's Angels trukkahúfa, Dóta Mini Cooper og Samsung fjarstýring koma við sögu í myndinni
- Myndbandið varð til þess að við allir fórum í kvikmyndunarnefnd
- Þegar Óskar er að leita að vopni í skúffunum þá má sjá í kameruna þegar hann opnar síðustu skúffuna
- Þegar Siggi kemur út úr herberginu í sverða-einvígi Sigga og Óskars má sjá í dót sem notað var í myndinni á skápnum á hliðinni
- Eins og sjá má í myndinni þá gengur upp að gá hvort byssa sé tóm með því að hrista hana og hlusta
- Ekki spyrja afhverju Siggi skýtur Arnar, í guðana bænum ekki
- Kallinn sem birtist og missir hárið er teiknaður af Arnari í Paint, líka gula dýrið sem enginn veit hvað er
- Siggi hendir af sér derhúfunni þegar hann skýtur Arnar, svo er hún allt í einu komin á stofuborðið þegar Óskar er að fara að henda handsprengjunni
- Í byrjunaratriðinu þegar Siggi stoppar tónlistina með skemmtilegu handahreyfingunni sinni má greinilega sjá að Arnar situr ekki hliðina á honum. Hmm, hver var að mynda
- Eins og sjá má í byrjun þegar Óskar kemur inn þá lokar hann ekki hurðinni, svo þegar myndað er svínið á gólfinu má bersýnilega sjá hurðina harðlokaða
- 4 orð eru sögð í myndinni
- Við horfðum a.m.k 20x á Lion King atriðið til að sjá hvernig það væri 100%, samt er það ekki 100%
- Aukaleikararnir í Lion King atriðinu léku fyrir tilviljun.
- Þegar Siggi læsir þvottahúsinu má sjá í myndavélina á hurðarhúninum
-90% af credit-listanum í endann er rugl

Jæja komið nóg af staðreyndum. Komið með ykkar skoðun á myndinni og ekki spurja “af hverju” spurninga því þessi mynd er rugl um ekkert