Úff, ég er fyrir vonbrigðum. Það er komið nýtt premiere forrit og þvílíka, ja hvað skal segja, ekki betrumbæting á forriti, en allaveganna breyting. Þetta er “pro” útgáfan og þess vegna sýnist mér þeir hafa tekið margt út sem gerði þetta forrit svona easygoing og notendavænt, og gert mun flóknara og þyngra í vinnslu.
Nokkur dæmi: (Geri ráð fyrir að þekking sé fyrir hendi á forritinu)
1. Hljóðvinnslan. Það er búið að taka “rubberbands” út, þ.e. þú getur ekki lengur tosað hljóðið upp eða niður með því að notast við hljóðlínuna. Í stað þess er komið “keyframes”, þannig að þú verður að merkja inn/út punkt og klippa hljóð þannig út. Ömurlegt, sést ekki einu sinni hljóðlínuritið, þannið að maður veit ekki hvar nákvæmlega það t.d. rifnar (eða toppar)
2. Svo er það bara þessi færsla á myndefni á tímalínunni. Ef þú ert búinn að klippa bút út, og ætlar að bæta honum inn á öðrum stað, þá klikkarðu á hann og dregur á tilheyrandi stað og sleppir. Og hvað gerist? Búturinn fer yfir það efni sem var á staðnum í stað þess að ýta því frá sér og troðast á milli. Það er reyndar hægt að notast við e-a þrjá takka í einu til að fá þennan effect fram, en þá fokkast hljóðið upp!! Mega pirrandi.
3. Vinnupallettið. Það er búið að stytta það. Núna er hver valmöguleiki á því aðeins einn og sér, í stað þess að geta valið um margar útfærslur á honum (voða ruglingslegt ég veit, en þetta er litli langi kassinn með öllum valmöguleikunum sem ég er að tala um). Mun fábreytnara
Þessir þrír punktar vega þyngst, Gæti alveg týnt til fleiri, en bara þetta er búið að fá mig til að næstum því gefast upp á þessu forriti og fara aftur í 6,5. (Ég væri líklega löngu búinn að því, nema hvað það er frekar gallað, hrynur oft, og svo eyðileggjast heilu fælarnir “permanently” ef maður setur hljóðeffecta inn!!! Kannast e-r annar við það?)
Ég er samt búinn að reyna að vinna með þetta og venjast því, eða læra betur á það (kannski er þetta bara klaufasklapur í mér), en eftir að vera búinn að eyða nokkrum tíma í það, held ég að það botgi sig ekki.
Það er náttúrulega mun flottara í uppsetningu og margfallt fleiri valmöguleikar, en að mínu mati mun erfiðara í notkun.

En hvað finnst ykkur?


Jules