Ég ætla aðeins að lýsa fyrstu myndinni sem við strákarnir gerðu og spyrja byrjuðuð þið líka með myndir í anda þessarar myndar?


Við vinirnir erum búnir að vera gera stuttmyndir 7 ár, og það byrjaði allt með því þegar pabbi Hauks(mér finnst auðveldara að hafa þá nafngreinda) keypti videocameru.
Haukur kom með þá hugmynd að gera stuttmynd um mafíu eða klíku með allveg fullt af byssum(meiri grallarnir sem við vorum). Af því hann átti myndavélina þá fengu við engu um því ráðið og okkur leyst nú líka dálítið vel á það. Að vísu hann var aðalleikarinn, leikstjóri og mjög oft tökumaðurinn og var hann ansi harður og leiðinlegur leikstjóri.


Myndin sem við gerðum fjallaði um Bjarna the Boss, Hauk(hann fékk aldrei nafn í myndinni) og Kallinn sem Albert leikur(fékk heldur ekkert nafn). Við hinir lékum bara “hoods” þegar það vantaði fleiri góða eða vonda kalla. Myndinn var alveg hræðilega tekinn og var ekki klippt enn hún var vel leikinn sérstaklega miðað við litla stráka. Í öllum atriðum þá kom byssa(oh við vorum nú meiri grallarnir), jafnvel þegar menn voru að fara sofa þá sváfu þeir með byssu og það réðist alltaf einhver á þá um nótt. Myndinn var nú algert kjaftæði enn það er rosalega fyndið að horfa á hana núna og sjá hvað við vorum vitlausir. Enn Haukur var orðinn svo leiðinlegur og stjórnsamur að meirihlutinn af hópnum fór í verkfall(það var nú meira bullið). Af 8 strákum var ég sá eini sem fór ekki í verkfall og stóð með Hauk(ég veit ekki enn af hverju ég fór ekki í verkfall). Ja við komumst yfir verkfallið og Haukur hætti að vera leiðinlegur og þetta varð meira eins og vina mynd enn ekki “Hauks mynd”. Við eyddum 2 sumrum í gerð þessarar myndar og vorum komnir næstum því með 40 mín(hún var ekkert of stutt þessi stuttmynd). Einnig var söguþráðurinn sem hafði verið einhver í byrjun orðið að…ja það var bara enginn söguþráður lengur. Það eina sem var farið að gerast í myndinni er t.d. Bjarni the Boss, Haukur og Kallinn sem Albert leikur fóru á fund hjá annari Mafíu/Klíku og það var reynt að drepa þá og Haukur reddaði málunum(í flestum myndum sem við gerum er Haukur alltaf hetjan, líka í dag). Sem sagt myndinn var farinn út í…meira rusl. Myndinn fékk nafnið Hard Boys, eftir 4 ár fékk myndinn loksins nafn(og ekkert sérstaklega gott nafn).

Enn þá er það spurninginn byrjuðuð þið líka með svona byssu og action mynd?

Jæja ég hef sagt það sem mér var ætlað að segja
Kveðja
*boggi35*

P.S.
Þetta var alveg rosalega gaman að taka upp myndinna í góðum vinahóp, og það má nefna það að við notuðum bara myndavél, ekkert handrit eða neinir búningar eða neitt. Og við gerum miklu betri myndir núna, enn erum samt gamli góði vinahópurinn.