Ég hef ákveðið að láta þetta handrit mitt flakka hérna til að fá smá “Feedback” sem gæti vonandi leitt mig inn á næsta stig í vinnslu á þessu háldkláraða handriti…

SVARTI-PJÉTUR
DRAFT 1.
Eftir: Villa 2002 - 2004(C)

Persónan Svarti Pjétur:

Svarti Pétur er 21. árs gaur sem er drifinn af ótta og spennu, nojaður með eindæmum. Óttasleginn á svip horfir hann sífellt í allar áttir og að skimar í kringum sig eins og hann sjái eða heyri eitthvað sem aðrir skynja ekki – eiginlega eins og maður sem er náttblindur skelfiingu lostinn! Hann veit að hann er að hann er að gera rangt með atferli sínu en yfirdrifinn af ótta og skelfingu er hann hræddur um að ganga alla leið!
Svarti Pjétur er mjög sjúskaður að sjá, hann hefur ekki þvegið sér í næstum heila viku og sítt ósnyrrt og fitusprengt hár hans er því farið að lykta yfirskilvitlega illa. Hann er í klæddur skítugum útvíðum gallabuxum með stóru gati á hnénu, ljósblárri lopapeysu með rúllukraga - hermannajakka og gengur í hermannklossum. Svarti Pjétur er þessi svokallaði “rokkari”sem er að hlusta á lag með hljómsveitnni sinni í Walkman vasadiskói á leið sinni út í Heiðmörk á fleygiferð í bílnum sínum.

En hann er ekki meðvitaður að hann er enn þá sofandi





Fyrri hluti - Draumur





Byrjunaratriði



Byrjunaratriðið er skot af andyri húss og inzoomað er inn í útidyrahurðina á húsinu.(eða blokk) Með in-zoominu er eins og myndin sogist inn í objectið og er hljóðið í samræmi við það (soghljóð- í: eftirvinnslu). Myndin (cameran) upp stigann í íbúðinni(blokkinni) og sogast í gegnum hurðina (eins og með útidyrahurðina) á svefnherbergi Pjéturs. Myndin heldur áfram

Að skima eins og í einhvers konar trans. Lýsing er dökk í myndinni og filman er gulbrún(Filter?) og einhver þoku effect er notaður eins og þegar lífið hinum megin er stundum túlkað í bíómyndum í Hollywood.



Aðalpersónan birtist…



Um hánótt liggur maður sofandi í svefnherbergi í Árbænum og virðist órótt vegna draums sem hann er að dreyma.

Skyndilega reisir hann sig snöggt snöggt upp og vaknar… lítur snöggt í kringum sig og leitar að einhverju… hann finnur penna og skrifblokk og byrjar að skrifa efst á síðu skrifblokkarinnar…”Svarti-Pjétur..” hann er að skrá niður draum.

Fyrr en varir er hann kominn á fætur og stendur fyrir framan bíl á bílastæðinu. Hann er ringlaður og er sem hann sé leiddur áfram einsog einskonar svefngengill augun tóm og stjörf einsog eftir langar andvökunætur

Hann sest í bílinn …ræsir vélina á bílnum… bakkar… keyrir af stað.

Hann setur á sig headphone hann er með Walkman vasadiskó og ýtir á play og í eyrum hans glimur lag með hljómsveitinni sem hann er í em hann sér sig skyndilega vera að tala í síma þegar hann lítu í baksýnisspegilinn…



Baksýnisspegilinn



…hann er að tala í síma í svefnherberginu og virðist vera að tala við einhverja dularfulla konu (Sirrý spákona)’I ljós kemur að þau eru að ræða um einhverja kúlu, - kristalkúlu. Pjétur er að spyrja S. um áhrif kúlunnar á drauma og hún svarar að kúlan hjálpi fólki til að muna drauma skýrar ef kveikt er á kúlunni á meðan fólk sefur - að það sé ljósfilter með nokkrum litum í henni sem smýgur inn í undirvitundina sem hafi þessi áhrif. Pjétur verður mjög uppveðraður og spenntur að heyra þetta! (Frekar yfirdrifin viðbrögð koma í ljós honum) Hann spyr hvort hann megi kíkja á S. og sjá kúluna og ræða þetta nánar við hana? Helst strax á eftir svarar hann ágengur. Hún svarar játandi “ að hann megi koma þegar hann vill, því að það sé lítið gera hjá sér eins og er og að hún eigi ekki von á kúnna í bráð”

Þau ákveða að hittast eftir 15. mínútur og segir honum heimilisfanfið. Það er Freyjugata 1. í Þingholtunum.



Hann vippar sér í hermannaklossana og græna jakkann sinn og hleypur út (cameran hleypur á eftir honum)… niður stigann í gegnum útidyrahurðina (myndin sogast í gegn eins og áður)… opnar bílinn sinn, sest inn, lokar hurðinni, stingur lyklunum í, ræsir vélina , bakkar, spólar og keyrir út götuna. (gerast allt á hröðu tempói og tekin eru close-up skot af öllum aðgerðum Svarta Pjéturs til að magna upp spennu)



Skot er af Freyjugötu 1. í Þinghotunum







Kristalskúlan…



Komið er kvöld og Pjétur er búinn að kaupa kúluna! Það er slökkt á ljósum í svefnherbergi Pjéturs en mislit ljós sjást hreyfast úr glugga á svefnherberginu að utan.

Pjétur sést er sofandi í rúminu sínu og hann sést rumska á mikilli hreyfingu. Hann er að dreyma enn einn drauminn og í draumnum hefur hann verið svikinn og er að fara upp í Heiðmörk eftir að hann vaknar upp af draumi sem hann kallar Svarta Pjétur.

Hann er að fara að hefna sín á fyrrverandi kærustu sinni með því að fara með Svartagaldur sem hann dreymdi sömu nótt. Pétur glímir við mikla baráttu og togstreitu andlega á leiðinni upp í Heiðmörk og er að missa þráðinn við sjálfan sig og samvisku sína.

Hann veit að hann er að fara að framkvæma siðferðislega rangar gjörðir, en það virðist vera eitthvað sem sækir stíft á sem hann getur ekki stoppað sem hann kemur ekki hendur á hvað er.

Hann heyrir stöðuga rödd sem hvetur hann áfram að ganga alla leið… eins og geðklofasjúklingur sem framkvæmir það sem hann heyrir.

Svarti Pjétur er orðinn töluvert smeykur við sjálfan sig og er ekki alveg hættur að treysta umhverfinu í þokkabót þar sem hann geysist á bílnum sínum.









Annar Hluti - Hljómsveitn





Cronologískur sequence:



Tekið annað hvort í grenjandi rigningu eða að kvöldlagi í myrkri með night-shot effect.







Atriði: 1 (Skot: 1 og 2)



Hljómsveit Svarta Pjéturs situr í brekku, skot í gegnum hurðina á veggnum hjá æfingahúsnæðinu, einnig skot ofan af veggnum niður á bandið þar sem þeir sitja í pásu frá æfingu.


Atriði: 2 (Skot: 3)


Pjétur er álútur á svip, virðist vera niðurdreginn (close-up skot af honum) og í þungum þönkum það fer ekki á milli mála að strákarnir eru áhyggjufullir enda alvarlegir á svip.



Atriði: 3 (Skot: 4)



Skyndilega sprettur Pjétur á fætur snýr sér við án umhugsunar (eins og hann hafi fengið einhverja hugmynd) og tekur á rás í áttina að sjónum sem blasir við (skot í víðri mynd).



Atriði: 4 (Skot: 5 (tvisvar))



Cameran fylgir Pjétri eftir á harða hlaupum (spontant-skot allan tímann) (gæti verið flott að nota strobe-effect eftir á en taka líka venjulegt skot og breyta yfir í strobe í eftirvinnslu). Ef Pjétur hrasar…hrasar cameran líka.



Atriði: 5 (Skot: 6,7,8)


Pjétur lítur tilbaka og sér strákana álengdar þar sem þeir horfa allir til hans sorgmæddir (annað hvort in-zoom shot langt frá eða þröngt medium-shot en (einnig) hugsanlegt close-up skot ((til að ná viðbrögðum þeirra)).



Atriði: 6 (Skot 9,10,11,12)



Pjétur gengur áfram í átt að sjónum (ná momentum í tengslum við tilfinngar og hugsana Pjéturs) Hann er að upplifa helvíti, tilfinningalega (mikið af close-up skotum til að ná svipbrigðum T-9-10-11). Þeir þekkja hann og hann hefur oft haft í svona hótnunum áður en aldrei gert neitt í því. Þeir vita af sjónum (skot af sjónum -12) og vita hvað hann (ætlar sér).



Atriði: 7 (Skot: 13, 14)


Bandið snýr til baka í æfingarhúsnæðið. (-13) Cameran veitir Pjétri

eftirför í átt að fjörunni (-14) (hvað er gerast í huga Pjéturs…? Það fer ekki á milli mála að eitthvað er að!?) …á æfingunni sést hvar Pjétur lifir sig af innlifun inn í Noserah Egeroeg , hann er með lokuð augun allan tímann á meðan flutningi lagsins stendur og virðist vera í öðrum heimi sem fer ekki á milli mála (eins og í einhvers konar trans).



Atriði: 8 (Skot: 15)


Pjétur er kominn niður í fjöru og tárin streyma niður andlitið (close-up –15) hann er í helvíti tilfinnigalega, gengur í sjóinn (-16) án umhugsunar og tekur á sund og hverfur í hafið (-17 zoomað út) og myndin af honum í sjónum feidar í hvítt ljós og upp kemur mynd af honum sjálfum og minnigartexti. (Sjá hér fyrir neðan)



Til minningar um





Gerge Harrison

1943 -2001







Atriði: 9 (Skot: 18)


Pjétur situr í sófa og er að horfa á það sem á undan er gengið á sjónvarpsskjá í stofunni það er dauf ljósrauð lýsing í stofunni (axlarskot yfir Pjétur in-zoomað að sjónvarpsskerminum skot-16 (Kristalskúlan er ofan á sjónvarpinu)) Á skjánnum sést atriðið af sjálfsmorði Pjéturs feida inn í hvítt ljós og upp kemur ljósmynd af honum og texti í kjölfarið það er creditlisti sem rúllar niður skjáinn og inniheldur nöfn hljómsveitar meðlima og þeirra sem að myndbandinu stóðu..





Þegar creditlista lýkur er klippt inn á atriði 10.





LOKAATRIÐI


Atriði: 10 (Skot: 19 og 20)


Pjétur situr Maríhelli upp í Heiðmörk og era ð þylja upp Galdur með lokuð augun en leggst niður og smeygir sér í svefnpoka í hellinum og í næstu adnrá sést hvar Pjétur liggur steinsofandi í rúminu sínu, það er náttborð við hlið rúmsins þar sem kristalskúla er í öllu sínu veldi sem hefur fylgt með í gegnum myndbandið og skírskotað til draumsins Það heyrast hrotur í Pjétri …skyndilega rís Pjétur snögglega upp og vaknar! Honum verður litið til kristalskúlunnar…



…THE END…



Tökustaðir: Svefnherbergi, Bílastæði, Freyjagata, Breiðholtsbraut, Vífilstaðavegur, Vatnsendi (Kópavogsmegin) Heiðmörk, hellir.