Ég biðla til stjórnenda þessa áhugamál um að samþykkja þetta sem grein, svo að sem flestir lesa þetta.

Ég hvet þá örvita sem eru með skítkast án tilgangs til að gera betri myndir, því ég stór efa að einstaklingarnir sem sitja fyrir frama tölvuna sína og vélrita þessi hörðu orð hafa hvorki vit né ráð, hvað þá rænu, til að standa upp og gera betur.

Að minnsta kosti höfðu þeir einstaklingar sem inn hafa sent myndir, hvort sem þær eru hræðilegar eða góðar, þann dugnað að gera þær. því erfiðasta skrefið í kvikmyndagerð er án efa að byrja á verkefni og að fylgja því eftir uns því er lokið.

Margir segja “ég get betur”, margir segja; “Þetta er kjaftæði og ömurlegt,”
Ég horfi ekki á dóma þeirra einstaklinga, ég hlusta ekki á þá sem þykjast yfir aðra hafðir, sem þykjast geta gert betur án þess að gera nokkuð, þá sem kunna ekki að koma með rökhæfingu fyrir máli sínu.

Orð þeirra eru álíka innantóm og skynsemi þeirra og mæli ég með að þeir fletti upp orðinu örviti sem sýnir hinn sanna greindar stuðull þeirra.

Þó að sjálfur sé ég óvæginn í dómum mínum, þó ég segi hörð orð um myndir þá mega þeir einstaklingar vita að ég segi þessi orð því ég hef rök fyrir þeim, rök sem byggjast upp á persónulegri reynslu og kunnáttu en ekki einhverju skítkasti sem ætlað er til að drekkja öðrum kvikmyndagerðarmönnum.

Dómar eru til þess gerðir til að vera vegaljós fyrir upprennandi listamenn, fyrir menn framtíðarinnar, leiðarljós fyrir þá sem vinna hart að því að gefa heiminum brot af sinni sýn.

Ég miðla þessum seinustu orðum til þeirra sem ætla sér að vera með skítkast gagnvart öðrum, og gagnvart þessari grein.
Horfið á sjálfa ykkar, lítið á eigin barm því orð ykkar endurspegla persónu ykkar og aldrei myndi ég kjósa að vinna með ykkur, eða taka nokkurn þátt í samstarfi við þá sem eru með skítkast, eru með leiðindi og leggja upp úr því að rakka aðra niður.

Þetta áhugamál er til að fá uppbyggjandi gagnrýni, þetta áhugamál er stuðull að sköpun, því í þessum harða heimi verður maður að að standa saman eða verða undir í brimi þjóðfélagssins.


Ég er listamaður, eða þykist vera það.