Ég viðurkenni að ég gleymt að tékka á kvikmyndargerðaráhugamálinu í nokkurn tíma (betrayal I know). Heimildarmaður minn segir að The Murderbangs, mynd sem ég sendi inn fyrir nokkru hafi verið sett inn á áhugamálið fyrir u.þ.b. viku síðan. Ég ætlaði mér alltaf að senda inn grein þegar hún kæmi inn en fyrst að ég missti af því ætla ég að gera það núna. Ég vona að þið móðgist ekki út af seinkuninni.;)

The Murderbangs var fyrsta myndin sem ég gerði. Það er tæpt ár síðan. Þið sjáið væntanlega að myndataka er ekki nógu góð enda er þetta okkar fyrsta mynd. Ef þið lítið framhjá því ætti þetta að vera fínasta skemmtun.

Maður getur túlkað myndina á tvo vegu. Sumir segja að The Murderbangs sé stórbrotin ádeila á afneitun samfélagsins á hættunni sem stafar af morðingjaböngsum. Aðrir segja að hún sé flippmynd um ungan dreng sem vaknar með geðsjúkan morðingjabangsa sitjandi við rúm sitt. En það er enginn vafi á því að myndin hafi verið gerð til þess að vekja samfélagið til umhugsunar um hættuleika þessara morðsjúku lífvera.

Sjálfstætt framhald af myndinni er á leiðinni. Það er ekki um Krúsílíus morðingjabangsa og hans fórnarlömb. Heldur er hún um venjulegan góðan morðingjabangsa sem lifir venjulegu lífi í Bandaríkjunum. Þegar íslensk mynd um morðóðan morðingjabangsa gerir allt vitlaus í kvikmyndahúsum kanans fara samborgarar morðingjabangsans að ofsækja hann. Ákveður hann þess vegna að fara til Íslands og hefna sín á leikstjóranum.

En að lokum segi ég bara góða skemmtun og komið endanlega með smá gagnrýni (no “shitthrowing please) og segið endanlega hvað ykkur finnst bætanlegt.

Kv. Gunnar Ragnarsson, leikstjóri myndarinnar.