Ég hef síðustu daga verið að hugsa mikið um þá hugmynd sem uppi hefur verið um gerð einnar sameiginlegrar hugamyndar. Helstu vandamálin hafa verið hvernig á að komast að samkomulagi um hver gerir hvað, hvenær og hvernig. Ég fór að hugsa um hvernig hægt væri að gera svona mynd þannig að allir geti tekið þátt og datt þá eitt í hug. Ákveðið þema verður sett upp og þeir sem hafa áhuga á þátttöku láta vita. Þá er átt við hóp sem hefur það hlutverk að semja einn “kaflann” í þessari sögu.

Fyrsta skref er þá að ákveða þema. Ég hef eina hugmynd varðandi það. Þemað er einfalt: Heimsendir er í nánd. Allir vita af því, og hver og einn tekst á við það á sinn eigin hátt. Það kemur svo í hlut hvers hóps fyrir sig að túlka væntanlegan heimsendi frá augum sinna persóna. Engin mörk ættu að vera sett á fjölda persóna, hversu langt er í heimsendi eða neitt sem varðar hvern kafla fyrir sig, annað en að hann verður að fjalla um fólk sem veit að heimsendir er í nánd.

Mig langar með þessari grein að athuga hver áhugi hugara er á þessari útfærslu á “hugamynd” og einnig hvort þemað falli í góðan jarðveg hjá ykkur.

Hugmyndin er að “kaflarnir” verði skrifaðir fyrst, hver hópur standi saman að sínum kafla, svo verði farið yfir þá og ef aðsókn er mikil færi fram einhvers konar síun þar til hugarar eru sáttir við afraksturinn. Þá tæki við sjálf kvikmyndunin. Kannski betra að fara í það mál seinna.

Ég er tilbúinn til að taka að mér að halda utan um starf hópanna og aðstoða við gerð kaflanna á hvern þann hátt sem nauðsynlegur getur talist.

Endilega tjáið ykkur sem mest um þetta.

Kv.
vamanos