Irreversible er meistaraverk leiksstjórans Gasper Noe ( I stand alone, 1999)
Irreversible er kvikmynd sem gefur áhorfandanum kröftugt högg á magan, með argandi tilfinningaþrunga.
Noe virðist ætla sér visst takmark með þessari mynd og hann nær því sko örugglega, en takmarkið er vafalaust að vekja upp miklar tilfinningar og íhugun um raunveruleikann sem við lifum í.

Myndinn fjallar um tvo elskendur, þau Alex (Monica Belucci) og Marcus (Vincent Cassel) og örlagaríka breytingu sem verður á lífi þeirra þegar ráðist er á Alex eitt kvöld og henni nauðgað og misþyrmt á hrottalegan hátt af torræðna mellu-dólgnum Tenia.
Með hjálp smákrimma á götum Parísar finna Marcus og Pierre vinur hans (Albert Dupontel)
Homma-S&M klúbbinn “The Rectum” (endaþarmurinn) og þar riðjast þeir inn í mikilli geðshræringu til að finna þennan ógeðfelda mellu-dólg og hefna, en það endar með hræðilegum afleiðingum.

Noe leikur sér hér á sama hátt og Christopher Nolan gerði með aftursnúnu myndina MEMENTO, það er að segja hann byrjar myndina á endanum og fytjar sig síðan smá saman upp á byrjun, þar sem myndin er látin byrja í helvíti og enda í himnaríki. Snilldin við þetta er hvernig hann blandar saman tónlist, hreyfingu myndavélarinnar, og umhverfisáhrifum til að framkalla stórbrotnar tilfinningar hjá fólki.

Í byrjun myndarinnar er áhorfandinn leiddur í gegnum S&M-homma klúbb þar sem hann upplifir sóðalega úrkynjun,
Hnefa-endaþarmsríðingar, leðurólar, subbulegt klám, sjálfspyntingar og fróanir meðan myndavélin er á sífeldum snúningi, rauðleiddri lostabyrtu er varpað á umhverfið, og tónlistin er bylgjukennd lágtíðnis ærandi sveifla með deyfðum techno hjómi, stunum og sársauka-nautna öskrum í bakgrunn.

Þessi umhverfisáhrif + sjúkleikinn sem er sýndur veldur hálfgerðri ógleði hjá áhorfandanum, enda er það ætlunarverkið (munið að myndinn byrjar í helvíti).

Því næst riðjast þeir félagar þar inn til að leita að hinum alræmda Tenia og það endar með að félagi hans er barin til dauða með slökkvitæki. Þaðan fykrar myndin sig áfram og áfram að byrjuninni með ruglingslegum snúningi á myndatökunni þar til að 10 mínútna langt, ofbeldisfullt naugunnar atriði Alexar kemur, sem endar með að hún er barin til dauða. Noe skellir eða öllu heldur þrumar ísköldum raunveruleikanum framan í áhorfandan einsog blautri tusku, þar sem hann sýnir okkur einfaldlega hlut sem gerist á hverjum degi allsstaðar í heiminum í kringum okkur, og til að gera hræðilegan hlut enn hræðilegri lætur hann nafnlausan hjástandara labba inn í neðanjarðargöngin, sem nauðguninn á sér stað í. Þessi einstaklingur stoppar eitt augnarblik, sér hvað er að gerast og gengur síðan burtu án þess að viðhafast neitt, með því er er Noe að sýna okkur á einfaldann hátt að við vitum um ógeðið og illskuna í kringum okkur en við viljum ekki sjá það.

Þessi ruglingslegi snúningur og ringulreið á myndavélinni á eftir vill kanski að vera myndlíking af sjúkri og úrkynjaðri hugsun mannskepnunar, en inní þetta setur hann dæmi um firringu, kynþáttahatur, reiði, spillingu og margt fleira. En myndin fykrar sig lengra upp á byrjun þar sem fallegir hlutir eiga sér stað einsog ást milli tveggja einstaklinga, hamingja, fylling, sakleisi, sumar og sól. Þannig að við fáum í lokin þennan fagra Hollywood endir þar sem allt endar vel (Þó að við vitum að í rauninni á það að vera byrjunin).

Noe virðist vera að nota þessa mynd sem yfirlýsingu á því að hamingja og öryggi er EKKI sjálfsagður hlutur og við sem njótum þess, megum vera þakklátari, einnig notar hann myndina sem vitundar vakningu um að heimurinn er ekki góður staður þar sem einstaka slæmir hlutir gerast, heldur miskunarlaus veruleiki þar sem hrottalegt ofbeldi á sér stað að handahófi, heimskuleg hegðun einsog tilgangslausar hefndir og einnig að hver einstaklingur á ekkert meiri rétt á sér en hver annar….

Þessi mynd er sannkölluð meistara flækja raunsærra tilfinninga og hugarástands sem breytir hugsun áhorfandans alvarlega og ef ekki til frambúðar. Ég gef myndinni 10/10 og mæli með henni fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á heimspeki og almennilegri kvikmyndagerð

P.S. (1). Myndin er EKKI FYRIR VIÐKVÆMA og strangleg bönnuð börnum innan 16 ára aldurs
P.S. (2). Lesið P.S.(1) og gangið úr skugga um að þið skiljið það!!!

Þakka ykkur fyrir lesturinn og endilega komið með ykkar skoðanir og gagnrýnið dóm minn í tætlur…til þess er þetta allt saman : )

takk aftu