Ég ætla að skrifa hérna stutta grein um stuttmyndinar sem að ég og vinir mínir hafa gert a.k.a. Mistök Films

Fyrsta hún hafði ekkert nafn og hét því bara það sem iMovie skírði hana semsagt New Movie

New Movie-Hún var eiginlega fyrsta myndidn sem var klippt með forriti og var því bara eitthvað flipp þar sem smj0rman fór útí bæ og dansaði við Breakout með Foo Fighters og svo voru önnur lög sem voru spiluð. Síðan í endann þá var sýnd gömul LEGO mynd um Jón (frumlegt nafn) og vin hans.
Einkunn að mínu mati 3/5

Laxdæla-Já við gerðum mynd fyrir skólann um Laxdælu bókina og þá klæddum við okkur allir í skikkjur og vorum að berjast með sverð. Og það ekki langt frá veginum þar sem allir gláptu á okkur. Hún var þanig að það var gerð árás á Bolla (minnir mig, eða öfugt) og það var drepið mikið. Þessi mynd var algjört víti að búa til, fyrst þá tókum við upp á miðju túni í stormviðri síðan fórum við útí garð og tókum það upp en það var alltof dimmt þannig að við gátum ekki notað neitt og urðum að taka alla myndina uppá nýtt, vei gaman. Minni á að það sem gat ekki notast var tekið upp í Janúar í frostinu. En við tókum allt uppá nýtt og það gekk alveg ágætlega náðum flottu slo-mo atriði og allt.
Einkunn að mínu mati 3oghálf/5 Lengd 5:36 mín

Champions League-Það var sko mynd í lagi. Hún var um að Pétur og Ágúst voru eineggja tvíburar sem að duttu ofaní holu þegar þeir voru litlir og fundu “VALDABÚNINGANA” sem gáfu þeim ofurmannlegan styrk. Seinna þá tókust þeir á við bankaræningja sem að fóru síðan beint í steininn. Svo kom Blackhead/Svarthöfði (bein þýðing er fílapensill) með áætlun um að stela kjarnorkueggi og halda heiminum í gíslingu. svo heima hjá Smjörman og Superfly (það eru Pétur og Ágúst) þá hringir neyðarbjallan og þeir fara til forsetans og finna út áætlun Blackhead's. Svo fara þeir heim til Blackhead's og kljást við örryggismyndavélar sem að Smjörman losnar við með þunganum sínum og lætur sig falla á jörðina og sprengja myndavélarnar. Inni hjá Blackhead þá berjast þeir við durga Blackhead's þá Fistballs og Dummguy, Superfly og Smjörman vinna þá með því að Superfly notar máttinn og ýtir Dummguy við vegginn og yfirbugar hann en Smjörman tekur upp Smjörstykki og klínir því framan í Fistballs og borðar það svo sjálfur. Inni í svefnherberginu hans Blackhead's þá reyna þeir að kljást við Blackhead en Blackhead brýtur hendina á Smjörman og kýlir Superfly í magann og ´bindur þá svo saman með axlaböndum. Blackehead flýr út og hoppar upp á gám og Ofurhetjurnar elta svo í lokabardaganum þá kyrkir Blackehead Smjörman en Superfly kýlir Blackhead í hausinn og drepur hann þannig svo ná þeir lykli af Blackhead sem að liggur að kjarnorkuegginu en Superfly og Snjörman eru svangir og éta þá eggið. THE END. Ég og smj0rman vorum allan tíman í þröngum ofurhetjubúningum frá því fyrsta bekk ég var í Power Rangers búning og hann í Batman búning. Blackhead leit alveg út eins og forsetinn enda sami leikarinn.
Einkun að mínu mati 4/5 Lengd 13:45 mín

Jedi vs. Sith-Mynd eingöngu eftir mig gerð með LEGO-i sem er um Luke og Darth Vader að berjast. Geðveikur og stuttur sverðabardagi svo flýgur Vader burt eftir að hafa skorið hendina af Luke. Svo er crdits listi sem inniheldur bara mig og er með u.þ.b 40 störfum við myndina eða fleiri rosa langur.
Einkunn að mínu mati 4oghálf/5 Lengd 2:13 credits listinn er helmingurinn af myndini

Mynd Dauðans-Mynd með einum leikara sem labbar í skólann og skólinn er tómur og hann er að hlaupa útum allt leitandi að fólki, svo finnur hann á endanum skólasystkynin sín í heimilisfræði. Ótrúlega flott mynd sem ég kom ekki að (það var hinn helmingurinn af Mistök Films) hún er einföld og flott þar sem það er ekkert að gerast nema að hann er að hlaupa útum allt samt nær hún að halda manni við skjáinn vegna hins ótrúlega flotta lags Rob D-Clubbed to Death sem passar fulllkomnlega við myndina með sama highs and lows í takt við myndina.
Einkunn að mínu mati 4/5 Lengd 3:30

Væntanlegar myndir eru

Fellowship of the Thing-Mynd um Sir Dance-a-Lot, Sam Urai og Bow Arrowsen og leit þeirra að The Thing. Hún gerist á miðöldum

Champions League 2:Æðisgengið/The Crazy Gang-What will happen to Smjerman and Superfly? Tune in Later.

og vonandi munu koma miklu fleiri myndir.