Þegar kemur að klippingum milli sena í flestum kvikmyndum verður það
líta út fyrir að vera náttúrulegt fyrir áhorfenduna. Það sama gildir um
stuttmyndir ef þú vilt láta hana líta vel út. Það vita örrugglega margir þetta
og kunna en fyrir hina ætla ég að segja frá margvíslegum aðferðum.

1) Við köllum þessa aðferð Taxi Driver klipping. Maður gengum beint í
kameruna svo myndin verður svört þá er hægt að klippa yfir í aðra senu
eða bara láta sömu manneskju byrja fyrir framan kameruna og ganga.
(sést þetta í Leiðin og Endurhlaðið)

2) Eftir eitthvað stórt sem gerst hefur í stuttmyndinni þá er hægt að sýna
fólkið sem lenti í því hvort sem þau eru dauð eða lifandi í hræðslu, sýna
þau og taka hljóðið af og klippa yfir í næstu senu.

3) Nota dramatíska eða athyglisverða tónlist þá geturu klippt hvað sem er
en ekki nota það oft í stuttmynd. Oftast er best að nota kvikmyndatónlist.
(sést í Leiðin og Endurhlaðið)

4) Klippa í miðjum bardaga. Virkar eins og gull. Eitthvað rosa var að
gerast og þá er hægt að klippa yfir í rólega senu. Bara passa að tónlistin
virki samfellt. (Notað mikið í Two Towers)

5) Ef hryllingsstuttmynd þá reyna að nota sem mest í einu skoti. Fylgja
leikaranum og gera það rosalegt. Allt í einu skoti. (Notað mikið í Pulp
Fiction, Reservoir Dogs og Jackie Brown og líka í Leiðin)

6) Ef þú vilt láta einhvern hverfa í mynd upp úr þurru þá eru tvær aðferðir
til. Annað hvort ertu með brelluforrit og getur gert það þannig eða að þú
notar þrífót eða annað sem hægt er aað seta kameruna á. Halda henni
kjurri og láta leikara leika hvernig sem þið viljið og þegar hann á að hverfa
látið leikarann fara úr skoti. Þannig er hægt að klippa þannig að leikari er í
skoti og hverfi úr skoti án þess að nein villa sjáist. Hægt er að nota þessa
aðferð í margt annað eins og láta einhvern ganga í gegnum hurð og birtast
gegnum aðra hurð. (Notað í Endurhlaðið)



Til eru margfalt fleiri brögð í að klippa. Vona að eitthvað gagnaðist ykkur.