Sko…. Eins og flestir án efa vita þá er kvikmyndagerð hér á huga ekki
beint vinsælt áhugamá,l en við sem erum hér á kvikmyndagerð getum gert
eitthvað stórt. Þá á ég við eitthvað sameiginlegt.

Mín hugmynd er sko að finna fólk hér sem kann á ýmislegar undirgreinar í
kvikmyndagerð eins og:

Kunna á brelluforrit (tölvubrellur)
Kunna að leika
Góðir í kvikmyndatökum
Góðir að skrifa

og meira….

Við getum öll gert eina góða mynd. Eins og sumir vita þá gerði ég Fylkið
myndirnar og Leiðin með Shelob sem er nýr admin á kvikmyndagerð og
við erum staðráðnir í að vekja þetta áhugamál þar sem að mínu mati hafa
þeir Deeg og Fan ekki gert.

Ég, Shelob og MuadDib erum að gera Fylkið Byltingar, það er við erum að
taka hana upp. Mjög margir hafa sagt frá áhuga sínum að vera með í
þessum myndum og við erum opnir fyrir því. Ekki gleyma Börn Sólarinnar
sem gerðu stuttmyndirnar hér sem komu undan okkar. Þeir eru einir af
þessum sem við erum að reyna sameinast.

Ég Shelob og einn annar vinur erum að skrifa handrit á kvikmynd, ekki
stuttmynd heldur kvikmynd. Búnir að skrifa handritið síðan í júlí. Hægt er
að nota þetta handrit í framtíðar samspil kvikmyndagerðaHugara. Við
getum komið upp með hugmynd þar sem allir hafa sitt spil í. Reyndar er
þetta þrælerftitt þar sem við þekkjumst ekki og erum mörg en þetta er
hugsanlegt.

Við?

Shelob: Hann er 16 ára, einn mesti snilldarpenni sem til er. Það eru
engin takmörk fyrir skrifgáfu hans. Hann er því miður ekki besti leikarinn
(hann lék Njó í Fylkis myndunum). Hann er góður ð útskýra hugmyndir
sínar og er því hin besti aðstoðarleikstjóri.

MuadDib: Hann hjálpar oftast í handritsgerð með sína endalusu fossa af
kímni. hann kemur oftast með eitthvað fyndin. Hann er fínn leikari og
góður að koma upp með frumlegar hugmyndir.

Cid ég: Ég leikstýri oftast þessum myndum. Þar sem ég er örrugglega
besti leikstjórinn af þeim. Ég er ágætis penni en ég er ekki nógu góður að
segja frá hugmyndum mínum. það gerir Shelob. Ég er sá sem sér um
kvikmyndatökuna og klippingu og er því miður sá eini sem hefur mestu
reynsluna og hæfnina í því. Ég er sá sem hefur mestu reynsluna á
kvikmyndagerð af þeim. Búinn að vera að því núna 3 ár.

Eru fleiri hér sem eru sammála um möguleikana hér á huga? Eru fleiri
sem eru viljugir og langar til þess að gera eitthvað mikilvægt?


´What do you think I am, Human