Ég er nú nýorðinn admin hér á kvikmyndagerð, og er enn að reyna að komast yfir egóbylgjurnar til að skrifa eitthvað gagnlegt.

Hér er alveg gríðarlega miklir möguleikar á að hafa hér einskonar miðstöð fyrir íslenska stuttmyndagerð. Það er mjög mikið af þessum myndum til útum allt, og ég vil endilega fá sem flestar hingað inn.

Miðað við hversu gríðarlega öflug síða hugi er þá sést að hingað vantar fleiri myndir, og betri kynningu. Einnig væri frábært að fá dómakerfi á þær fyrir gesti og gangandi.

Eins og lesa má um í tilkynningakassanum sem enginn les, þá eru tvær leiðir til að setja mynd inn á huga:


1: Ef þið getið komið myndinni á netið skuluð þið senda notandanum JReykdal, drottnara vorum, skilaboð með link á myndina, og ef eitthvað vit (eða skemmtilega lítið vit) í henni kemur hún hingað inn. Endilega skrifið smávegis um myndina líka, það sem þið viljið að komi fram í umfjölluninni, æfa dálítið auglýsingataktíkina.

2: Ef þið getið ekki komið myndinni á netið þá getið þið sett myndina á disk og póstsent:

Síminn Breiðbandssvið - hugi.is - ritstjóri - Ármúla 25 - 150 Rvk.


Endilega skrifið svo fleiri greinar og sendið inn fleiri kannanir. Munið að þetta fjallar ekki bara um íslenskar stuttmyndir, ef þið viljið fjalla um einhvern part í framleiðslu einhverrar hollívúddmyndar þá er þetta góður staður fyrir slíkt.

Skrifið um brögð og brellur sem þið notið fyrir myndirnar. Sendið inn handrit, gömul eða ný. Fleiri kannanir og myndir. Hefjum hjartahnoð á þessu áhugamáli.
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane