Ég hef haft þann heiður að vinna með og leika í örfáum stuttmyndum með nokkrum félögum mínum, og af þeim (félögum) ber helst að nefna <a href=http://kasmir.hugi.is/Cid/>Cid</a> sem er leikstjóri að eðlisfari og í raun. Ég hef þá yfirleitt verið í hlutverki undirlaunaðs aukaleikara en nú er ég byrjaður á handritsskrifun, en hvorug myndanna sem ég er að fjalla um eru skrifaðar af mér þó. Þessar myndir eru nýkomnar hér á hugann, linkar á kvikmyndagerðaráhugamálinu.

Fylkið

Fylkið var verkefni fyrir skólann sem við félagarnir ákváðum að gera, tvemur dögum fyrir síðasta skiladag. Okkur tókst, á einhvern furðulegann hátt, að klára myndina alla á tvemur dögum, og það var ekkert handrit, tek það fram, þetta er ekkert nema spuni. Útkoman er alveg hörmulega krappí mynd, en hún er samt mjög fyndin, finnst mér. Við fengum svo alveg ásættanlega einkunn fyrir þessa mynd.

Framhald er í smíðum, og við lofum bót og betrun. Nú fylgjum við handriti, skrifað af mér, og plönum þetta allt betur, sérstaklega bardagaatriðin sem ætla að verða nokkuð flott. Framhaldið heitir því skemmtilega nafni Fylkið: Endurhlaðið, og svo eru plön um að endurgera upprunalega Fylkið.

Leiðin (The Way)

Ég kom aðeins stutt að þessarri mynd, en ég hef séð hana og finnst hún mjög góð. Margar flottar senur hér á ferð og sérstaklega skemmtilegar outtakes. Sjálfstætt framhald er einnig í smíðum, og ég er að nöldra í Cid leikstjóra að leyfa mér að skrifa handritið. Hún er svo nokkuð löng, 45 mínútur.

Svo vil ég biðja um gagnrýni á myndirnar, endilega segið hvað gæti betur farið og hvað er gott nú þegar. Við höfum alltaf þörf fyrir reynslu. Njótið myndanna, eða reynið það. :)
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane