Hvað þarf til?

1)Einræna krakka sem sjá fáránlega skemmtun og fegurð útúr öllu, t.d. glerkúlu með vatni og snjó.

2)Sveitta Leikara

3)Þagnir

4)“Original” umhverfi. þ.e. allar íbúðir eru nánast antík

5)Aula brandara sem má hlægja af vegna þess að þetta er “menningarleg” mynd og “frumleg”. Sami brandari í amerískum blockbuster þætti lélegur.

6)Eitthvað órætt listaflipp sem hlýtur einróma lof gagnrýnenda

7)Setja laublöð framan á hulstrið ef myndin hlýtur einhver verðlaun.

8)Skrítið fólk

9)Langar tökur af engu, t.d. stóll sem stendur kyrr á strönd þar sem sólsetur á sér stað.

10)Ekki ensku

11)Gagnrýnendur sem snobba fyrir myndinni

12)Reiðhjól - best er ef aðalpersónan ferðast um á reiðhjóli - sérstaklega ef það er gamallt.

13)Má tæplega vera gamanmynd en verður að vera fyndinn á köflum - þótt þeir séu ekkert fyndnir - bíógestir að gefa til kynna að þeir fíli myndina svo að aðrir “menningarvitar” og uppgerðar listamafíur gúdderi þá í salnum.

14)Titill á frönsku er ekki slæm kynning

15)Blátt bann er lagt við byssur og peningasendingar

Sem þýðir að Foxtrot hefði aldrei getað orðið verðlaunamynd - þrátt fyrir að vera stök snilld.