Ég er mikið í kvikmyndagerð hjá Karli sem setur okkur krakkana í alskonar myndir með hugmyndum og öðru sem við komum með.

Ég var 11 ára þegar ég byrjaði fyrst í þessu og ég ætla sko ekki að hætta! Þetta er örugglega eitt af því besta sem komið hefur fyrir mig. Ég lék í fyrstu Akureyrísku myndinni sem heitir Gildran og er bara svona létt gamanmynd. Þetta er fínnt fyrir félagslífið, því þú hittir alltaf einhvern nýjan í bransanum.

Í fyrra fórum við til Dannmerkur að taka mynd um vinabæ Akureyra, Rannes. Það var rosa gaman hittum danska og sænska krakka og töluðum við bæjarstjóran í Rannes. Svo fórum við í Rannes regnskóginn en það er svona dýragarður. Skemmtum okkur vel á farfuglaheimilinu sem við gistum á. Þessi ferð enttist í viku og var ekkert smá fjör.

Núna erum við að vinna að mynd um fíkniefni, þetta á ekki að vera einhver svona leiðinleg heimildarmynd eða neitt svoleiðis heldur ætlum við að kafa svoldið dýpra ofan í málin.
Ég ætla ekkert að vera kjafta meira frá þessu svo þið verðið bara að horfa á þessa stuttmynd þegar hún er tilbúin.