okey ég var að lesa nokkrar gamlar greinar og var að muna hvað það var gaman að gera myndir, klippa þær og hljóðsetja þær. þetta er eitt það sekmmtilegasta sem ég geri. en ég er ekki búinn að gera mynd síðan í sumar og ég er að deyja.

við erum hérna nokkrir félagar útá landi sem gerðum ekkert annað nema að taka upp myndir með VHS einhverri eldgamalli myndavél sem vinur minn fékk í fermingagjöf fyrir 5 árum (Hræðilega léleg vél!!) Allavega, við erum búnir að taka upp u.þ.b svona 40 myndir, sumar hverjar góðar en aðrar ekki svo mikið góðar en þær hafa nú fengið nokkuð góða dóma hjá vinum og vandamönnum.

þetta eru allar spuna myndir nema einhverjar myndir sem við gerðum fyrst og enduðu með því að við rifum handritið og skeindum okkur með því af því að maður fynnur alltaf eitthvað fyndnara á staðnum. það er gott að vita að við erum nú ekki þeir einu sem erum að gera algjörar síru myndir, en þær eru nú ekki allar þannig. ég ætla að nefna þær helstu.

Palli Pedersen. (1999) þessi mynd er ekki til lengur þær týnast flestar og það er mjög svo slæmt því að þetta var frábær mynd um dreng sem var algjör aumingi hann var hræddur við allt og fór að gráta útaf eingu “vinir hans” voru alltaf að gera grín af honum og mamma hans var alltaf að hringja í hann og hann að grátbiðja hana um að fá að vera lengur. við gerðum frammhald af þessari en hún týndist jú líka.

Pepsíflaskann. (2000) þessi mynd var stórt skref í okkar kvikmyndagerð. þegar við ætlum að gera myndir þá förum við allir inní stofu heima hjá mér og hugsum um hvað myndin á að vera. og alltaf kem ég með hugmyndirnar og leikstíri mesta hlutaf af þeim. þessi mynd byrjar heima hjá mér eins og allar. og er um strák sem á eina af fáu pepsiflöskum á jörðinni. það er venjulegur dagur og pepsiflöskunni er stolið þá fer hann að leita af henni útum allt og sér úti að einhver er að drekka úr henni hann eltir hann uppi og lemur hann í klessu þá kemur mjög dramantíst atriði þegar hann tekur stóran sopa af pepsiinu og svo þarf hann að koma því heim því að það vilja allir sopa af pepsiinu það endar með því að hann kemst heim með skot í fótinum og þegar hann kemur heim verður hann skotin af vinisínum sem vill fá pepsí. þessi mynd er ein okkar besta og hefur fengið góða dóma þetta er nátturulega allveg 100% einkahúmor.

Tölvuskítur. (2000) tekin upp heima hjá mér. þessi mynd er um strák sem er að vinna sem þjónn hjá milljónamæring sem situr alla daga á klósettinu fyrir framan tölvuna og þjóninn færir honum mat og líka aldraðri móður hans sem er að deyja og er alla daga inni rúmmi. svo kemur vinur hans í heimsókn sem vinnur fyrir “mafiuna” sem eru tveir veruleikaskertir gaurar sem tala einsog Marlon Brando í godfather. einn daginn hættir hann í vinnu hjá þeim og fer til vinar síns sem er að vinna hjá millanum og allt fer til fjandans gamlakonan deyr og þeir reyna að lífga hana við með öndunaradferð og það verður svo ógeðslegt að hann ælir yfir millan sem er á klósettinu (ég lék þennan gaur sem ældi og það var næstum því alvöru æla því að ég drakk tómatsósu í eggi með einhverju ógeðslegu sulli og það er mjög líkleg æla.) Konan deyr og ég sef við hliðina á henni og þá kemur eithvað hrollvekju atriði með hræðilegri tónlist sem passar mjög vel við. og næsta dag koma mafiu gaurarnir og lemja okkur en millin bjargar okkur og við verðum allir góðir vinir. þessi mynd er u.þ.b 25 og hefur fengið góða mjög góða dóma.

The Gimps. (2001) þessi mynd er ein sú allra besta og ein af þeim fáu sem eru eftir handriti og er ekki tekin upp heima hjá mér. hún er um tvo stráka (the “bad guys”) sem eru með gimp í kjallaranum í bílskúrnum sínum og “the Swat” er á hælunum á þeim. “the swat” er saman blanda af felumanninum sem sérhæfir sig í að fela sig og njósna, sjóaranum sem er bara geðveikur og the gun man sem er bara the gun man. og þeir hafa fengið fréttir af því hvar gimpin er. the “bad guys” ná á sama tíma öðrum gimp og eru að loka hann niðri þegar “the Swat” kemur til bjargar. og ná að bjarga gimpunum með margþungu atrið þar sem eingin deyr. en the “bad guys” sætta sig ekki við það og hringja í “Ljónið” sem er brjálaður leigumorðingi og þá hættum við að gera myndina en við ætlum að gera hana aftur í sumar eins og við ætluðum að gera síðasta sumar :D en allavega mjög fyndin og skemmtileg mynd.

Síðasta sumar gerðum við ekki margar langar myndir bara stuttar síru myndir t.d eins og skák myndina þar sem tveir strákar eru að tefla og alla nördana sem koma að horfa á þá og það verður mjög fyndið. svo er það steiktasta myndin um stráka sem gera ekkert nema að chilla fyrir utan hús og annar er hommi og það streima hommar útúr kjallaranum þar sem herbergið hans er svo koma skemmtilegar persónur eins og kallinn á þakinu júdó meistarinn og kallarnir úr ruslatununni. þetta er ein sú mesta steipa sem um er getið.

þegar maður er búin að taka upp, klippa og hljóðrita er svo gaman að horfa á árangurinn. og ég tala ekki um þegar fólk er að hlæja að henni.

ef þið eruð að selja notaða myndavél eða vitið um einhvern sem er að selja. ætlið þið þá að láta mig vita..

ég er nú búin að vera að skrifa nokkur handrit en ekki búin að klára neitt en þetta er bara svo gaman að maður verður að gera þetta.

©2002

Donnie Darko fyrir KREM.