Aðallega eina ástæðan að ég geri þessa grein um mínar sýrumyndir er sú að þetta áhugamál er ekki mjög lifandi þessa stundina.

Flestar mínar sýrumyndir eru gerðar með GSnow, Veteran og honum bróður mínum.

Hér koma tvær…

Powerade-Ég er ekki hommi:
Frábær mynd sem ég gerði með bróðir mínum fyrir um ári.
Ég fer að henda til hlutum í herberginu mínu en þá kemur vondi kallinn (bróðir) inn í herbergið með byssu og fer að skjóta á mig. Ég með mitt Matrix atriðið bjargast frá kúlunum líkt og í bullet-time í Matrix. Á meðan ég er í beygingunni gef ég gullfiskunum mínum (sem eru núna dauðir) að éta og starta græunum mínum.
Vondi kallinn stoppar skothríðina útaf því að lagið í græunum er ömurlegt. Á meðan hann slekkur á tækinu stend ég upp og sparka í punginn á honum. Hann sparkar til baka í minn pung og ég dey. Hann fær sér vænan sopa af Powerade-i og segir hina frægu setningu: ,,Pover ate. Ég er ekki hommi”

Hafnaboltamyndin:
Frábær mynd sem ég gerði með GSnow og bróðir mínum í sumar.
Tveir vinir (ég og GSnow) eru heima hjá mér. Ég sit við eldhúsborðið en vinur minn (GSnow) er í stofunni. Ég leik mér að hafnabolta. Allt í einu upp úr þurru kemur vondi maðurinn (Bróðir) og rænir hafnaboltanum. Við félagarnir deyjum ekki ráðalausir og hefjum leiðangur út til að bjarga boltanum. Við sjáum sökudólginn úti í bakgarðinum að leika með boltann. Ég lendi í slagsmálum við vonda manninn og vinur minn kemur loksins út og undirbýr sig andlega til að bætast í slagsmálin.
Um leið og hann er tilbúinn þá er hann rotaður niður. Eftir mikil slagsmál fæ ég boltann á endanum og myndin klárast.
Fræg setning (ekki alveg rétt orðað):
GSnow: ,,Hvar er ég? Hvað er klukkan?”
Guð (Ég og bróðir): ,,Hún er tíu mínútur yfir eitt og þú ert tíuþúsundasti viðskiptavinurinn þú færð að launum pening og snúru”

Ég hef gert svona billjón sýrumyndir í viðbót en hver nennir að lesa um þær.

Endilega þið sem hafið séð þessar myndir gefið þeim stjörnur í álitunum ykkar.

BÆBÆ