Tónlistin Ég hef oft verið að pæla í því hvað tónlist gerir mikið gagn kvikmyndum.
Tónlistin er einhvernveginn það sem bætir atriðin. Ég gerði einu sinni
hörmulega stuttmynd. Þetta var fyrsta og eina stuttmyndin mín. Þetta var
eiginlega bara prufa því ég gerði hana á stuttmyndanámskeiði. Það var
eiginlega engin tónlist ímyndinn nema á svona þremur stöðum í myndinni
og það var svona panflautuástartónlist (hún var líka í spennuatriðinum).
Það var samt eitt flott sem ég gerði á námskeiðinu. Það var ,,Eftir-fréttir-
tónlistarmyndband" með þessari panflaututónlist. Þetta var mjög flott en
samt leiðinlegt að horfa á þetta. En í stuttmyndinni var eiginlega engin
tónlist og þess vegna ætla ég að notfæra mér þetta í næstu mynd sem ég
geri.