Þar sem ég hef sé greinar hérna eftir marga upprennandi kvikmyndagerðarmenn ætla ég að fjalla stuttlega um eigið verkefni sem ég gerði fyrir stuttu og fara í gegnum ferlið að búa til stuttmynd.
Myndin sem ég gerði var lokaverkefni úr ákveðnum ónefndum skóla og var sumsé útskriftarverkefni mitt. Ég vissi strax að mig langaði að gera stuttmynd þar sem áhugi minn á kvikmyndum og kvikmyndagerð er óþrjótandi. Ég ætla, öðrum til umhugsunar, að tala um mistök sem óreyndir kvikmyndagerðarmenn eiga til að gera…

- Þetta er áframhald greinarinnar “Að læra af mistökum” -

4. Storyboard.
Í rauninni er Storyboard einn af mikilvægari hlekkjunum í kvikmyndagerð. Ef þú getur teiknað upp sæmilegt storyboard uppúr handritinu er það mjög gott mál. Það einfaldar alla vinnu á tökustað og gefur þér sem leikstjóra, tökumanni og leikurum betri innsýn í senuna sem á að taka. Það er mjög gott að vera búinn að skoða tökustaði vel áður og vera með myndavél. Það er gott að teikna storyboard upp frá myndum.
Á storyboardi er að finna grafíska mynd af senuni og þar eru skrásettar hreyfingar myndavélar og leikara með örum og pílum. Er myndavélin að hreyfast frá hægri til vinstri, er hún kjurr, færist hún upp eða niður, zúmar hún að eða frá? Er skotið yfir öxl eða er það POV (point of view)? Og svo fram eftir götunum.
Það má eiginlega fullyrða það að gott storyboard getur bjargað myndinni ykkar. Skoðið þessa síðu en þarna er að finna ýmsar storyboard teikningar úr þekktum myndum. Athugið það að þarna eru á ferðinni menn sem hafa ansi góð laun og að teikna storyboard er þeirra atvinna! Storyboard þurfa ekki að vera ofboðslega falleg. Bara einföld og skiljanleg.
5. Leikstjórn.
Það er hægt að gera skelfileg mistök í þessum stól og ég tala nú ekki um byrjanda mistök. Eiginlega er þetta factor sem menn verða bara að vinna svoldið úr með sjálfum sér. En aðalatriðið er að þú ert jú leikstjórinn, þú ert með ákveða hugmynd um hvernig senan á að gera sig sem og heildar myndin. Þannig að ekki hika eitt einasta andartak að láta í þér heyra ef þér líka ekki það sem þú færð og ekki láta keyra yfir þig. Öskraðu CUT eða Frábært ef það á við. Taktu eins margar tökur og þú vilt eða fjárráð leyfa eða þangað til þú ert sátt/ur.
Atriði sem ég klikkaði heldur betur á…
6. Lýsing.
Þetta atriði er trikkí og lærist eiginlega bara út frá reynslu. Það kemur oft fyrir að senan getur litið ágætlega útí vélinni og á tökustað en svo getur verið allt annað uppá tengingnum þegar þetta er komið í klippingu í tövu eða í sjónvarpi. Aðalatriðið er samt að lýsa alltaf þegar maður þarf þess. Það er hægt að draga niður birtu í tölvu en það er fjandanum erfiðara að auka hana. Ef um næturtökur er að ræða henntar ágætlega að taka þær upp í sæmilegri dagsbirtu. Svona temmilega skýjað og helst engin sól. Fara svo með þetta í tölvu og draga niður birtuna þar.
Við innitökur á alltaf að lýsa settið. Kastarar eru dýrir og birtustillir á þá er algjört morð. Hægt er að nota sterkar venjulegar ljósaperur (ommi), svo eru líka til kastara perur (directional) sem virka fínt. Til að magna upp ljós er gott að varpa því á ljósa fleti, upp í loft eða á veggi. Einnig er gott að nota stór hvít pappaspjöld. Notið plast filmur sem til eru í ýmsun litum til að draga fram mismunandi stemmingu. T.d. Blátt plast fyrir kalda lýsingu eins og um nótt. Rautt eða gult fyrir hlýja stemmingu.
Venjulega er notast við svokallaða þriggja-punkta-lýsingu. Þá er ljósinu stillt upp þannig að tveir kastara sjá um að varpa birtu á settið og sá þriðji (oftast loft-kastari) sér um að lýsa aðalatriðið.
Þetta er reyndar svona tilfinning sem ræður og best er að prófa sig áfram.
7. Klipping.
Úff! Verulega trikkí og hérna fæðast flestu mistökin. Góð klipping helst auðvitað mjög í hendur við góða kvikmyndatöku og aukaskot. Með aukaskotum er ég að meina að taka ekki bara upp senurnar í handritinu heldur einnig skot af umhverfinu, bílum, byggingum o.s.frv.
Þegar á að klippa t.d. senu sem er samtal sem gerist í bíl er gott að hafa líka tökur af bílnum en ekki bara fólkinu inní honum.
Skot eða senur sem hafa lítið sem ekkert við framvindu sögunnar að gera eiga að fara beint í ruslafötuna. Langdregin skot verður að stytta eftir fremsta megni og varist það eins og heitan eldinn hafa senur þar sem fólk er að labba eitthvert langt. Það gengur ekki.
Það er góð regla að grunnklippa myndina, svona til að sjá flæðið, sjá hverju má sleppa, hver eru aðalatriðin. Laga það síðan til og láta einhvern annan horfa á myndina. (Stórt klikk hjá mér) Þegar maður er bara einn fyrir framan klippitölvuna tímunum saman missir maður í raun og veru tengsl við efnið. Ekki vera hrædd við gagnrýni frá öðru fólki á meðan myndin er á vinnslustiginu.
Annars er klipping líka bara tilfinning og hana verður maður að þróa og æfa. Það er hægt að skrifa heilu ritgerðirnar um klippingu en ég ætla alveg að láta það ógert, enda þekki ég málið heldur ekkert það vel.

Þetta eru svona stóru atriðin (ásamt “part 1”) sem fólk ætti að hugsa um og ígrunda vel áður en ætt er á tökustað og myndinni rumpað saman á nokkrum klukkutímum.
Ég vona að þessi lesning muni koma til að gagnast einhverjum verðandi kvikmyndagerðarmanni í framtíðinni.
Gangi ykkur vel.
- Uggi -