Þar sem ég hef sé greinar hérna eftir marga upprennandi kvikmyndagerðarmenn ætla ég að fjalla stuttlega um eigið verkefni sem ég gerði fyrir stuttu og fara í gegnum ferlið að búa til stuttmynd.
Myndin sem ég gerði var lokaverkefni úr ákveðnum ónefndum skóla og var sumsé útskriftarverkefni mitt. Ég vissi strax að mig langaði að gera stuttmynd þar sem áhugi minn á kvikmyndum og kvikmyndagerð er óþrjótandi. Ég ætla, öðrum til umhugsunar, að tala um mistök sem óreyndir kvikmyndagerðarmenn eiga til að gera…
1.Handrit
Ég og tveir vinir mínir fengum fína hugmynd fyrir nokkrum árum. Handritið hafði margt gott til bruns að bera og bjó yfir athyglisverðum karakterum, spennandi umhverfi og ágætis plotti. Með þessar gömlu hugmyndir að leiðarljósi settist ég niður og hóf að skrifa handritið. Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á hvað það skiptir miklu málið að vera með gott handrit og í sannleika sagt var mitt ekki nógu gott. Því var nokkurn vegin rumpað af í snarhasti og því miður lagði ég ekki nógu mikla vinnu í það. Handrit er númer eitt, tvö og átjánhundruð í þessum bransa og ef það getur ekki staðið eitt og sér sem verk, þá er engin mynd.
Það sem þarf að gera varðandi handritagerð er að skrifa uppköst og aftur uppköst, þangað til þú kastar upp. Liggja yfir hlutumum. Hætta að pæla í hlutunum og taka pásur, hugsa um eitthvað annað. Koma síðan aftur að handritinu og laga það til og snurfusa. Þetta getur verið leiðinleg og tímafrek vinna en ég lofa því að þetta marg borgar sig. TIP:láttu fullt af öðru fólki lesa handritið yfir hvar sem þú ert í skrif-ferlinum. Innsýn og hugmyndir annara eru málið.
2.Undirbúningur
Í mínum huga er undirbúningur fyrir tökur anzi skemmtilegur tími. Í undirbúningnum gefst mönnum færi á að velja sér tól og tæki, safna að sér búnaði, skoða tökustaði með tilliti til handritsins og laga handritið. Mundu að vera stanzlaust að pæla í handritun. Ekki leggja það frá þér af því að þú heldur að það sé tilbúið. Það er það ekki.
Þetta er a.m.k. það sem ég gerði EKKI. Það var voða gaman að fara á stúfana og fá myndavélar, ljóskastara, monitora, hljóðnema og ég veit ekki hvað og hvað. let´s face it, ég er strákur, ég vil dót! Ég fór til ágætis manns hér í bæ og fékk lánaðann car-rigg búnað og mér fannst ég vera fökkings Spielberg. Að mínu mati var ég tilbúinn.
3.Leikarar
Allt í læ! Maður fær enga leikara á þessu landi… Maður getur gleymt því strax. Eins og ég sá í grein “Viltu koma út að leika” eftir Cruxton reyndi ég líka af fá til liðs við mig leikara úr leiklistarskólanum en rakst þar á sama vegg og hann; Þau mega ekki leika utan skólans. Ég auglýsti á hér á Huga en fékk ekkert svar svo að ég snéri mér til vinahópsins. Það er allt í lagi að fá vini sína til verksins en það getur verið afar erfitt að stjórna þeim. Eins og Cruxton benti á nenna vinir helzt ekkert að leika atriðið aftur og pæla ekki mikið í sjónarhornum myndavélarinnar. Mér sárnaðí líka mikið þegar upp kom sú staða á það þyrfti að rumpa þessu af vegna þess að menn vöru að flýta sér. En hvað getur maður sagt. Veriði búin að hafa samband við fólk sem þið getið treyst, veriði búin að láta þau fá handritið með nokkrum fyrirvara, veriði algjörlega pottþétt á því að það komi ekkert uppá og að leikarar hætti ekki við. Veriði með varafólk ef þið getið.
Að vinna að svona verkefni með vinum sínum getur verið mjög skemmtilegt, en það er fyrst og fremst krefjandi og erfitt.

Mér var að detta í hug að bæta við “part 1” við fyrirsögnina þar sem þetta er orðið dáldið langt og kannsi of mikil lesning fyrir suma.
Látið í ykkur heyra og komið með athugasemdir. Ef allir eru í góðu skapi og vilja fá “part 2” og þar af leiðandi restina af mistökum mínum þá skal ég endilega fara út í þá sálma. Það sem á eftir að koma eru tæknilegu málin, upptökur, leikstjórn, klipping, hljóðvinnsla, frágangur og ýmis vandamál sem komu uppá.