Öll könnumst við það þegar við erum búin að taka upp og fáum skyndilega alls konar flyksur af efni sem var fyrir á spólunni í kassalaga ögnum útum allan skjá og leiðinda hljóðrugl á spóluna. oftar en ekki er þetta bara kallað Digital Error og orsakast af annaðhvort ofnotaðri spólu eða skítugum skrifhaus (Sem er einmitt ástæðan fyrir því að árlega þarf að fara með vélina í hreinsum og yfirferð og líka það að passa að keyra spólurnar reglulega til þess að þær skemmist ekki).

En jæja, þið gleymduð því? Hvað þá? Er myndin ekki ónýt?

Ekki aldeilis! Það eina sem þetta þýðir er að þið þurfið að verja klukkustundum á klukkustundir ofan við að laga þessar villur. Sumar er máske ekki hægt að laga vel, en í það minnsta hylja þær nógu vel til þess að fáir taki eftir þeim.

Allt sem þið þurfið er Adobe After Effects og smá hugmynd hvað þið eruð á annað borð að fara að gera. Hérna kemur brief aðgerðafræði.

#1. Skellið myndskeiðinu tvisvar inn í nýtt Composition í After Effects. Eitt ofan á öðru. A liggur ofan á og B liggur fyrir neðan. Til að byrja með er ágætis regla að hafa myndskeið B einum ramma eftir á.

#2. Skoðið myndskeiðið “frame by frame” þangað til þið rekist á error. Errors á mynd eru oftast annaðhvort:

a) Smá brot úr myndskeiði sem var á dv tape'inu á undan. Oftast kassalaga.

b) Myndin “cuttast” og efri eða neðri helmingurinn færist annaðhvort til vinstri eða hægri.

c) Bæði í einu.

#3. Þegar þið rekist á Error skuluð þið laga þá.

a) Þegar smá brot úr öðru myndskeiði birtist skaltu búa til mask sem sýnir rammann úr myndskeiði B. Þar er oftast ekki error, ef það er error þar líka skaltu bara færa myndskeið B til þannig að í staðinn fyrir að hann sé 1 fps á eftir þá verði hann 1 fps á undan (en þá skaltu passa upp á byrjunina, þarf ofta að klippa það út í klippingu eftir á). Ef það er mikið motion á milli ramma þá gæti þetta heppnast illa og þess vegna er mikilvægt að þú setjir smá feather á, 100,100 pix-feather er oft góð stilling. Annars er því bara breytt eftir þörfum.

b) Þegar ramminn kúttast í helminga sem liggja ekki rétt þarftu að setja myndskeið B á sama tímapunkt (passa upp á keyframe'ana) og myndskeið A og búa til mask sem sýnir skemmda helminginn, nema hvað að þú lagfærir leguna þannig að hann liggji rétt.

c) Ef báðar týpur af villum koma á sama tíma þarftu að gera bæði í einu, það getur þó oft verið tricky því þá þarftu að búa til mask á bæði myndskeiði A og B (og setja inn nýtt myndskeið (C),til að hægt sé að leiðrétta annað án þess að skemma fyrir hinni tegund leiðréttingar. ;)

————–

Ég veit, ég veit. Maður þarf að vera aðeins inn í Adobe After effects til að skilja þetta málfar mitt, en þá er bara um að gera að dýfa sér í það og læra að skilja það, það er minna mál en þið mynduð halda…think Photoshop. ;)

Varðandi hljóðgallana þá er ég lítið inn í þeim málum, nota bara audio fades og klippingar ásamt endur hljóðsetningu til að skítredda þannig málum. Kannske einhver hafi betri lausn? (Kannske einhver komi með grein um Pro Tools vinnslu..)

Kv. Deeq
Hvað er þetta Undirskrift pósta?