Jæja, eitthvað er stax farið að dofna yfir þessu áhugamáli þannig að ég ætla að senda inn eina “filler” grein.
Ok, svo þú heldur að þú sért kvikmyndagerðarmaður? Þá meina ég að þú ætlir þér að búa til kvikmyndir allt þitt líf, ekki skjóta stuttmyndir í frítíma þínum.
Ef þú ert ekki alveg viss um að þetta sé fyrir þig, ef það er eitthvað vafakorn í huga þínum þá ætla ég að setja upp smá lista fyrir þig, hann er ekki algildur og miðast einvörðungu við sjálfan mig og ykkur er velkomið að bæta við hann. En þetta eru nokkrir hlutir sem gætu bent til þess að þú sért fæddur kvikmyndagerðarmaður:

#1: Ok, þetta á eftir að hljóma klisjulega en að vera kvikmyndagerðarmaður er eins og að vera ástfanginn, það er enginn sem getur sagt þér að þú sért kvikmyndagerðarmaður, þú bara veist það innst inni. Þú getur ekki alveg sett fingurinn á hvað það er en þú veist að það er til staðar.

#2: Hugsaðu til framtíðarinnar, hugsaðu hvað þú munt vinna við í framtíðinni. Ef þú sérð bara þig í leikstjórastólnum og getur ekki séð neina aðra framtíð, ekki ímyndað sjálfan þig í neinu öðru starfi þá ertu kvikmyndagerðarmaður(kona)

#3: Lendirðu oft í því að setja allt sem þú sérð og skynjar í kvikmyndalegt samhengi? Heyrirðu kannski lag í útvarpinu og eina sem þú getur hugsað er “Hvernig mundi þetta hljóma undir svona atriði” eða ferð að búa til lítil tónlistarmyndbönd við allt sem þú heyrir o.s.f.

#4: Hugsarðu upp sögur/handrit/atriði án þess að vera að reyna? Segjum t.d. að þú sért að labba heim úr skólanum og þú lendir á rauðu gangbrautarljósi, þú ferð að hugsa “Hvað ef ég hitti einhvern á leiðinni yfir þessa götu” eða eitthvað í þá áttinaóg útfrá því spinnurðu kannski heila sögu á leiðinni heim án þess að geta ráðið við það.

#5: Þú ferð í bíó og getur ekki annað en brotið allt sem þú sérð niður í littla kvikmyndalega parta (getur verið mjööög leiðinlegt) “Hvað er leikstjórinn að reina að segja með þessu skoti?”,“Til hvers var þessi setning?”,“Afhverju setur hann þetta svona upp?”
Ég mæli reyndar með að allir prufi þetta, kvikmyndir geta orðið mjög fyrirsjáanlegar, sjáið t.d. The Sixth Sense eða The Others með þessu hugarfari ef þig hafið ekki séð þær áður og athugið hvort þið getið ekki giskað á endan.

Allavegana er þetta svona það helsta sem mér dettur í hug en endilega komið með ykkar lista.