Núna vil ég aðeins fá að halda umræðunni aðeins uppi með því að spyrja ykkur hver er besta myndin sem þið hafið séð ef þið pælið í henni frá sjónarhorni kvikmyndagerðarmanns?

Ég á mér 3 uppáhaldsmyndir um þetta mál, í 1. sæti er Requiem For A Dream sem er leikstýrða af Darren Aronofsky, en handritið skrifaði Hubert Selby Jr. En þessi mynd fjallar um eiturlyfjaheiminn og alla martröðina sem fylgir því. Ef þið hafið ekki séð þessa mynd þá endilega drífið ykkur í því.

Næsta mynd sem er í miklu uppáhaldi hjá mér er Memento, þessi mynd er alveg frábær og það er enginn galli á þessari mynd. Hún er stórgóð og er leikstýrð af Christopher Nolan. Nolan komst inná topp 3 leikstjóralistann minn með þessari mynd, ásamt Stanley Kubrick, Quentin Tarantino, Mel Gibson ( Braveheart )og Peter Farrelly. Christopher Noonan skrifaði handritið sem hlýtur að hafa verið mjög flókið og erfitt verk.

Í 3. sæti hjá mér yfir myndir með frábærri myndatöku er Basketball Diaries. Ég verð að segja að mér finnst Leonardo DiCaprio enginn snilldarleikari en hann er mjög góður í þessari mynd sem líkt og Requiem For A Dream fjalar um eiturlyfjaheiminn. Scott Kalvert leikstýrði þessari mynd sem ég mæli ég eindregið með!

En hverjar eru svo uppáhaldsmyndirnar ykkar kvikmyndagerðarlega séð? Þá er ég að tala um með besta handritið, bestu myndatökuna, lýsinguna, klippingu, hljóðsetningu o.s.frv.


Samt sem áður eru þessar 3 myndir ekki bestu myndirnar mínar því þær eru Braveheart, Dumb & Dumber, Fight Club og American History X. En þessar myndir ættu alveg skilið að komast inn á þennan lista minn.
__________________________