Daginn kæru vinir, nær og fjær, til sjávar og sveita.

Þar sem algjört hallæri hefur verið ríkjandi í stjórnunarmálum þessa ágæta áhugamáls síðustu mánuði hef ég ákveðið að bjóða fram krafta mína til að reyna að snúa þróun mála við. Einhverjir ættu nú að kannast við mig sem stjórnanda af öðrum áhugamálum. Við getum a.m.k. orðað þetta þannig að ég er ekki að stíga mín fyrstu skref í stjórnun.

Eins og sést á Ofurhuga listanum hérna vinstra megin á síðunni er ég heldur ekki alveg ókunnur á þessu áhugamáli. Ég ætla að reyna að koma ferskur inn með greinaskrif, og hvet ykkur til að gera slíkt hið sama, enda ekki vanþörf á. Sökum þess hve óvirkur meðstjórnendur mínir hafa verið er mikið efni í bið, þess vegna bið ég ykkur að láta ykkur ekki bregða þó ég hendi öllu út á einu bretti. Verið svo dugleg við að senda inn nýtt efni til að halda áhugamálinu gangandi, af nógu er að taka, það er engin ástæða til að láta þetta drabbast niður.

Og já, áfram Houston Rockets!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _