Allen Iverson Ég hef pælt í því að hafa þennan kubb hér sem leikmanna kubb, leikmannaprófíl. Hér geta menn sent inn greinar um einhvern ákveðinn einstakling/leikmann eða jafnvel bara þjálfara eða lið.


Allen Iverson

Allen Iverson er uppáhalds leikmaðurinn minn í dag, og jafnframt sá leikmaður sem ég ber mesta virðingu fyrir. Að leikmaður, 183 cm skyldi vera stigakóngur ár eftir ár og leiða lið í úrslit NBA deildarinnar finnst mér einstakur árangur.

Iverson er ekki í uppáhaldi hjá fólki. Margir fordómar eru útí þennan leikmann og finnst fólki hann vera einspilari og bara show-off leikmaður. Þessi týpíski streetball leikmaður. Hip-hop lífsstílinn, hárið hans, tattúin og margt fleira fer í fólk sem sér bara þennan litla dreng sem getur skorað og ekkert annað, að þeirra sögn. Lít ég allt öðrum augum á þennan mann og ætla hér að skrifa aðeins um hann.

Allen Iverson ólst upp í fátækt í Virginiu fylki í Bandaríkjunum. Móðir hans var 15 ára þegar hann fæddist og var hann elstur þar afleiðandi. Um ungan aldur sá hann einn um systkini sín þegar mamma hans var úti að vinna fjölmörg störf en stjúpi hans fór í fangelsi þegar hann var ungur og hann þekkti varla alvöru föður sinn.
Eins og með Michael Jordan, þá var það ekki körfubolti sem heillaði Iverson í æsku. Fótbolti (amerískur fótbolti) var ástin í lífi hans, ásamt baseball.
Mamma hans vildi endilega fá hann einnig í körfubolta og þurfti beinlínis að draga hann á körfubolta æfingu, hann vildi einfaldlega ekki fara. Honum fannst ekki körfubolti vera nógu hörð íþrótt, fyrir kellingar sagði hann.
Hann tók hinsvegar miklum framförum fljótlega og sást á honum að eitthvað gæti orðið úr honum. Hann langaði að vinna meira en allt annað.
Þegar hann var orðinn 10 ára var hann að spila á við 16-17 ára einstaklinga.

Bara til að nefna dæmi um vandræðin og fátæktina heima hjá honum þá þurfti mamma hans að fórna rafmagni einn mánuðinn til að geta keypt íþróttaskó handa honum.

Allt fór að ganga Allen í hag þegar hann fór í miðskóla. Varð hann íþróttastjarna skólans og var hann aðalmaðurinn í Fótbolta liðinu og Körfubolta liðinu. Á Junior árinu sínu, leiddi hann fótboltaliðið til fylkismeistaratitils. Aðspurður hvernig hann liði, eftir að hafa unnið þetta á Junior árinu sínu, sagðist hann ætla að ná sér í einn titil í körfubolta. Fáeinum mánuðum síðar gerði hann það. Leiddi hann körfuboltaliðið til fylkismeistaratitils. Var hann síðan nefndur fótbolta OG körfubolta leikmaður ársins í Virginu fylki sem þykir alveg undraverður árangur.

En eftir þetta átti lífið hans eftir að breytast, til hins verra. Iverson og nokkrir félagar hans, lenntu í slagsmálum við nokkra hvíta stráka í keilusal. Iverson var dæmdur í óskilorðsbundið fimm ára fangelsi en gaman að minnast á það að enginn af þeim hvítu var dæmdur. Samkvæmt Allen þá byrjuðu hvítu strákarnir að nefna þá allsskonar nöfnum, félagar Allen’s svöruðu á móti og þá varð fjandinn laus en að hans sögn kom að voða lítið að þessu.
Eftir mikla málsmeðferð þá var Allen sleppt eftir fjögurra mánaða fangelsis vist, af sjálfum fylkisstjórna Virginiu.

Nú voru háskólar ekki á því að hleypa þessum “vandræðadreng” til sín út af þessu máli. Mamma Iverson’s, fór til þjálfara í Georgetown háskólanum og bað hann um að gefa syni sínum tækifæri, sem hann gerði að lokum. Má segja að þessi þjálfari hafi bjargað ferli Iverson’s.

Sama hversu vel Iverson spilaði á fyrsta ári og sama hversu mikið hann reyndi, þá get hann ekki losnað við þetta orðspor af sér og fengið fólk til þess að líka við sig.
Eftir aðeins annað tímabilið sitt í háskóla, þar sem hann var nefndur í “first team all-America”, ákvað hann að stefna beint á NBA. Hann gaf þær skýringar að hann þyrfti bara nauðsynlega að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hann vildi endilega auka menntun sína, en fjölskyldan hans þurfti á honum að halda og það strax.

Allen Iverson var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 1996 og var því minnsti leikmaðurinn sem hafði verið valinn fyrstur, og jafnframt fyrsti Point – Guardinn í langan tíma.

Iverson var valinn nýliði ársins á fyrsta tímabili sínu með 23,5 stig að meðaltalí í leik (meira en LeBron), 7,5 stoðsendingar og 4,1 frákast. Að auki stal hann 2,07 boltum í leik. Á þessu nýliðaári hans þá komst hann í sögubækurnar þegar hann skoraði yfir 40 stig í fjórum leikjum í röð, sem enginn annar nýliði hafið gert í sögunni.

En Philadelphia var ekki orðið betra lið. Þrátt fyrir að Iverson spilaði vel þá sigruðu Philadelphia ekki marga leiki á þessu ári og átti hann enn í vandræðu með ímyndina sína, fólk líkaði ekki vel við hann. Mikill rígur var á þessu ári milli Iverson’s og Charles Barkley. Svo varð fólk eitthvað móðgað þegar hann sagði “I’m not afraid of Michael Jordan, I can take on anybody” og fólk leit á það sem móðgun við Jordan.

Aðeins 22 sigurleikir þetta tímabil og Sixers þurftu hjálp. Var þá leitað til þá snilldar þjálfara, Larry Brown. Með fyrstu hlutum sem hann gerði var að “taka til” í herbúðum Sixers og losa sig við leikmenn og svo framvegis. Það má segja að hann byrjaði að byggja nýtt lið í kringum Iverson. Brown átti eftir að gera breytingu á liðinu sem átti eftir að eiga stóran hlut í því að Sixers urðu að betri liði. Hann færði Iverson úr Point Guard yfir í Shooting Guard. Einnig skipti það sköpum fyrir liðið að fá Eric Snow í point-guard stöðuna.

Brown og Iverson voru að gera Sixers að betra liði. 1998, annað tímabil Allen’s þá unnu Sixers 31 leiki.

1999 komust Sixers í fyrsta skipti í úrslitakeppnina í langan tíma eða 7 ár. Iverson leiddi deildina í stigaskori. Sixers mættu Orlando í fyrstu umferð. Í þriðja leik liðanna setti Allen met í úrslitakeppni með að stela 9 boltum. Sixers komust áfram en þó að þeir töpuðu gegn Pacers í næstu umferð þá var bros á vör hjá Allen. Mikil framför hjá bæði honum og liðinu.

Í playoffs árið 2000 töpuðu Sixers enn og aftur fyrir Indiana Pacers. Sumarið eftir var mikill ágreiningur milli Allen’s og Larry Brown. Orðrómar um skipt voru miklir. Ágreiningurinn á milli þeirra var svipaður og er núna á milli Kobe og Phil Jackson. Meiri held ég. Iverson mætti seint á æfingar og það fór í taugarnar á Brown. ÖRLÍTLU munaði að Allen yðri skipt þetta sumar til Detroit Pistons, en það eina sem kom í veg fyrir það var að Mat Geiger neitaði samningi við Detroit. Hefði það ekki gerst þá væri Iverson líklega Detroit leikmaður í dag.

Iverson þroskaðist mjög á þessu sumri, tók Larry Brown af tali og náðu þeir tveir að tala saman og laga ágreiningin. Iverson varð “team captain” og varð mun ábyrgari.

Eitthvað hafði þetta tal þeirra að segja því að Philadelphia byrjaði 2000-2001 tímabilið á 10 sigrum í röð. Loksins fór allt að ganga og Iverson byrjaði að spila meira með liðinu.
Sixers enduðu þetta tímabil með besta vinningshlutfall í austurdeildinni. Örlögin réðu því líklega að Sixers mættu Pacers í fyrstu umferð, lið sem hafði slegið Sixers út úr playoffs, síðustu tvö ár. Þetta var baráttan á milli Reggie Miller og Allen Iverson. Iverson bar sigur úr bítum í þessari viðureign og Sixers komust áfram og mættu Vince Carter og félugum í Toronto.
Þessi viðureign einkenndist af því að Carter og Iverson skiptust á því að leiða liðið sitt til sigurs, Iverson með 54 sig, næsti leikur Carter með 50 stig. Svo næsta leik skoraði Iverson 52 stig. Viðureignin fór í 7. leik, þar sem Sixers komust áfram. Iverson var tvídekkaður, en þá svaraði Iverson bara með því að deila út 16 stoðsendingar.
Eftir þessa viðureign tók Iverson á móti MVP verðlaununum.

Sixers voru komnir í úrslit austurdeildarinnar gegn Milwaukee. Hann hafði meiðst í leik 7 gegn Toronto. Hann varð að hvíla leik nr 3 gegn Bucks. Viðureignin fór í 7 leiki. Iverson kvað niður allar neitkvæðisraddir gegn honum og leiddi Sixers til sigurs í leiknum og þar afleiðandi austurstrandar meistari.

Iverson og Sixers voru algjörlega undirmannaðir gegn Lakers í úrslitum. Eins og allir spáðu, urðu Lakers meistarar þegar þeir sigruðu Sixers 4-1 í úrslitunum. Þrátt fyrir það var Iverson ánægður. Hann hafði komist í úrslit, staðið sig og meira gat hann ekki gert.

Já ekki komust Sixers svo langt næstu ár. Tímabilið í fyrra, eða þetta tímabil sem var að ljúka réttar sagt var mikil vonbrigði fyrir Sixers. Vantar mannskap, þjálfara og allt. Iverson var meiddur meira og minna allt tímabilið. Ég veit ekki. Ég hlakka rosalega til að sjá núna næsta tímabil, hvernig hann og félagar í mínu uppáhaldsliði standa sig. Ég er ekkert vongóður. Hann er enn ungur maður. Ekki orðinn þrítugur. Ég held bara að það vanti þennan neista í hann sem hann hafði þegar hann var uppá sitt besta. Einnig þennan ótrúlega vilja til að vinna sem hann hafði.


Svona er það. Að mínu mati er Allen Iverson alveg hræðilega vanmetinn leikmaður og á ekki skilið allar þær neitkvæðisraddir sem hann fær. Hann hefur lent í veseni en það er bara eins og gengur og gerist. Að mínu mati er hann einn harðasti leikmaður deildarinnar. Stendur upp eftir að hafa fengið högg á sig endalaust í leikjum. 183 cm á hæð og 75 kg, berst eins og ljón við sterka menn deildarinnar. Brýtur á sér höndina, heldur áfram og skorar 40 stig. Hvað segir það okkur. En þetta eru bara mín álit og mínar ástæður fyrir því að Allen Iverson er minn uppáhalds leikmaður og vona ég innilega að hann muni standa sig á komandi tímabili, losa sig almennilega við þessi meiðsli öll.

Hér koma nokkrar staðreyndir um Allen.

Núna síðastliðinn febrúar skoraði Iverson meira en 40 stig í 50. skipti á ferlinum sínum.
Hann hefur byrjað inná í stjörnuleiknum fimm sinnum
Var MVP 2000-2001 tímabilið.
MVP 2001 All Star Game
Hefur skorað yfir 50 stig alveg slatta sinnum (er ekki alveg með tölu yfir það).
Með minnstu, jafnframt minnsti stigakóngur í sögu NBA

Takk fyrir mig

Arnar Frey