Big Ben flottur með ný gleraugu Ben Wallace heldur greinilega að það sé 1985 en ekki 2005 miðað við þessi gleraugu sem hann er byrjaður að nota. Hann notaði þau reyndar bara í einum leik, 14. des. Ben Wallace er reyndar vanur því að breyta um körfuboltaútlit sitt, til dæmis er hann aldrei með afró utan vallarins. Málið er að aðdáendur Detroit vilja að hann sé með afró og Ben Wallace gerir það fyrir aðdáendurna og er yfirleitt með afró í heimaleikjum. Spurning hvað hann vill með þessi gleraugi. Einnig er Ben Wallace með svitabönd á öllum mögulegum stöðum. Það vantar bara svitabönd utan um mittið.