Körfubolti Tracy McGrady átti frábæran leik á sunnudaginn og var með 46 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst í sigri Orlando á New Jersey. Leikurinn var sýndur á Sýn og var frábær skemmtun. Jason Kidd var einnig með þrennu fyrir NJ, sína 49. á sínum ferli. Þetta var aðeins 4 tap NJ á heimavelli í 29 leikjum.