Vonandi fara umræður á fullt hér inni þegar NBA og ísl. deildin byrjar. Þetta er búið að vera hálfdauft. Kannski ekki skrýtið þar sem eina sem er búið að vera í gangi eru leikmannaskipti og einhverjar pælingar. Samt vona ég að fleiri láti í sér heyra…come on, okkur öllum finnst körfubolti besta uppfinning í heiminum síðan að bíllinn var fundinn upp.

Annars finnst mér alltaf leiðinlegt þegar einhver skrifar grein og síðan koma einhverjir og algjörlega skíta yfir greinarhöfund. Mér persónulega finnst að þið ættuð aðeins að hugsa ykkar mál áður en þið ausið svívirðingum yfir viðkomandi. Það getur vel verið að kannski var greinin ekkert að ykkar skapi, en það er óþarfi að skíta út höfundinn svona. Þetta finnst mér algjör óþarfi og á ekkert heima meðal manna sem hafa áhuga á körfubolta.


Ég vona að þið takið til ykkar það sem þið eigið skilið.