Haukar hafa fengið styrk í herbúðirnar sínar fyrir átökin komandi vetur.

Steve Johnson er gengin til liðs við Hauka um mun spila með þeim í vetur. Steve Johnson var einn besti útlendingurinn á Íslandi síðasta vetur með um 30.5 stig i leik og 14.7 fráköst í leik.


„Við munum reyna að fá hann til okkar sem fyrst og vonandi ekki síðar en um miðjan september og að sjálfsögðu eru allir mjög ánægðir með að fá góðan spilara sem við vitum hvað getur í Úrvalsdeildinni.“ sagði Reynir þjálfari þegar hann var spurður hvenær Stevie væri væntanlegur til landsins.

Ekki veitir Haukum af að fá þennan styrk enda hafa þeir misst sterka menn eins og Jón Arnar Ingvarsson til breiðabliks
og Guðmund Bragason hafa þeir misst til Grindavíkur.

Svo að það er ljóst að Steve mun hafa góð áhrif á Hauka í vetur sérstaklega í fráköstum fyrst að haukar hafa misst einn besta miðherja á landinu