Langaði að benda ykkur á nýja síðu sem ég og tveir aðrir erum að setja upp þessa dagana og vinna í.

http://www.korfubolti.is

Þarna er hægt að skrá sig inn og taka þátt í spjalli, búa til myndaalbúm og setja inn myndir, setja inn myndbönd, ganga í liðsklúbba, blogga og fleira. Erum svo að vinna í einskonar tippkerfi, svipað og er fyrir enska boltann á öðrum síðum. Eflaust einhverjir sem þekkja þannig system.

Tilgangurinn með síðunni er að ná til áhugafólks um körfuboltann, NBA deildina og íslenska boltann og mynda gott samfélag þar sem fólk getur tekið þátt í umræðum um boltann og í síðunni sjálfri. Í augnablikinu erum við svo gott sem eingöngu að fjalla um NBA deildina, en við erum í viðræðum við KKÍ um íslenska boltann.

Við erum einnig að leita að aðila sem er fróður um íslensku deildina og vel skrifandi, til þess að fjalla um deildina á síðunni. Áhugasamir geta sent tölvupóst á david@korfubolti.is eða arnar@korfubolti.is

Ég hvet þá sem hafa áhuga á körfunni að kíkja á síðuna, skrá sig og skoða sig um. Síðan er enn í vinnslu, erum alltaf að bæta einhverju nýju við, þannig að ekki láta ykkur bregða ef einhverjar nýjungar detta inn eða ef léttvægar breytingar eiga sér stað.
Þetta er undirskrift