Rockets komu rosalega til baka í nótt eftir 40 stiga rassskellingu í síðasta leik og skelltu Lakers í nótt og knúðu þannig fram hreinan úrslitaleik í einvíginu sem verður á sunnudag. Þetta er alveg rosalegt einvígi, og maður getur ekki annað en tekið ofan hattinn fyrir baráttunni í Rockets sem eru að berjast með T-Mac (sem ég reyndar sakna lítið) og Yao báða meidda það sem eftir lifir úrslitakeppninnar, að ógleymdum Mutumbo.

Vill einhver spá um úrslit 7. leiksins? Hjarta mitt segir Rockets, en hugurinn Lakers.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _