Englendingurinn Stuart Tanner er orðin hetja á netinu eftir að hafa náð að fara illa með NBA leikmanninn Devin Harris á körfuboltavelli í Lundúnum.

Myndband af viðureign Tanner og Harris er komið á Youtube-síðuna, en þar sést hinn 28 ára gamli Lundúnabúi snúa rækilega á leikstjórnanda New Jersey Nets á leikvelli í borginni.

Harris var áður leikstjórnandi Dallas Mavericks og lék til úrslita um NBA meistaratitilinn með liðinu árið 2006.

Tanner er hinsvegar áhugamaður sem hætti að spila fyrir fimm árum og sneri sér að þjálfun. Hann klæddist gallabuxum í einvígi sínu við NBA stjörnuna og vakti mikla athygli fyrir tilþrif sín.

Lið New Jersey var statt í Lundúnum á dögunum þar sem það tók þátt í árlegum Evróputúr NBA deildarinnar.

Myndbandið http://www.youtube.com/watch?v=Ysv3v7uXblw

Bætt við 18. október 2008 - 01:17
Texti tekinn af www.visir.is